Umhverfis- og samgöngunefnd

104. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1810022F - Bæjarráð - 2931. fundur frá 25.10.2018

21.3 1810293 - Aðgangsstýrð reiðhjólastæði í Kópavogi
Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni á aðgangsstýrðum reiðhjólastæðum í Kópavogi.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 103
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að sett verði upp 10 yfirbyggð og aðgangsstýrð reiðhjólastæði sem tilraunaverkefni við Hálsatorg í Hamraborg ásamt viðgerðarstandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar fjárhagsáætlunar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar til vinnu við Samgöngustefnu Kópavogsbæjar sambærilegri uppbyggingu á Kársnesi, Smáranum og öðrum svæðum.
Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi lýsir yfir ánægju með verkefnið og styður heildstæða uppbyggingu vistvænna samgangna.

Niðurstaða
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1810022F - Bæjarráð - 2931. fundur frá 25.10.2018

21.7 1310510 - Gámar í Kópavogi
Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi.


Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 103
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að tilraunaverkefni. Gefin skal 7 daga frestur til að sækja um stöðuleyfi þegar útgáfa stöðuleyfa hefst 1. janúar 2019. Ef ekki er sótt um stöðuleyfi innan 7 daga skal gefin út viðvörun að eftir 10 daga verði gámur fjarlægður á kostnað eigenda. Ofangreindir frestir koma í stað viðeigandi frests í ákvæði 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

3.1708051 - Vatnsendi, ill umgengni bústaða.

Skipulagsráð 38 - 5.11.2018
Ástand og umgengni við marga sumarbústaði sunnan Elliðavatns er verulega ábótavant. Umræddir bústaðir eru í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Ljóst er að ekki verður við það búið öllu lengur að ráðast í tiltekt á svæðinu. Skipulagsráð vísar málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Lagt fram erindi Hallgríms Magnússonar varðandi ílla umgengni við bústaðarústir við Elliðavatn dags. 13. september 2017.
Ástand og umgengni við marga sumarbústaði sunnan Elliðavatns er verulega ábótavant. Umræddir bústaðir eru í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Ljóst er að ekki verður við það búið öllu lengur að ráðast í tiltekt á svæðinu. Skipulagsráð vísaði málinu til umhverfis- og samgöngunefndar 5. nóvember 2018 til úrvinnslu. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela umhverfisfulltrúa að boða til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti til að móta tillögur um úrbætur. Verði tillögurnar lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Almenn erindi

4.1810907 - Snælandsskóli - Aðstaða fyrir sundrútu

Lögð fram tillaga að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða við Snælandsskóla þar sem gerð er aðstaða fyrir sundrútu dags. 31. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar framlagðri tillögu og vísar til umhverfissviðs að útfæra aðstöðu fyrir rútu og sleppisvæði við Fagralund.

Almenn erindi

5.1810008 - Erindi frá íbúum við Fagrahjalla og Fífuhjalla

Lagt fram erindi Rakelar Ýrar Ísaksen fyrir hönd íbúa við Fagrahjalla og Fífuhjalla varðandi beiðni um að opna fyrir akstur frá bílastæði við Fífuhjalla 2 og 6 út á Fífuhjalla dags. 14. maí 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar framlögðu erindi um að bæta við aðkomu til og frá lóð Fagrajalla 2-20 inn á Fífuhjalla. Núverandi aðkoma til og frá lóð Fagrahjalla 2-20 liggur um Fagrahjalla samkvæmt umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar 2012 líkt og lóðir Fagrahjalla 22-40 og Fagrahjalla 42-60 sökum umferðaröryggis. Ósk um tengingu inn á Fífuhjalla frá lóð Fagrahjalla 2-20 er nærri gatnamótum við Hlíðarhjalla og umferð inn á Fífuhjalla er talin draga úr umferðaröryggi.

Almenn erindi

6.1803860 - Óskað eftir yfirlit yfir allar göngu- og hjólaleiðir á reitum 1-9 á Kársnesi frá Hjördísi Ýr Johnson

Umhverfis- og samgöngunefnd - 97
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar óskar eftir yfirlit yfir allar göngu- og hjólaleiðir á reitum 1-9 á Kársnesi með tilliti til umferðaröryggis, tengingu við núverandi stígakerfi, uppbyggingar kerfisins og þróun.
Gerð verði grein fyrir umferð inn á gatnakerfi Kársness miðað við nýtt deiliskipulag svæðisins.

Frestað
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Kynning á stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1810929 - Stoppistöð við Smáralind alveg upp við eða inn í Smáralind erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi stoppistöð við Smáralind alveg upp við eða inn í Smáralind dags. 23. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

9.1810927 - Að kannað sé hvort nýtt skipulag Kársnes taki til ætlaðrar hækkunar á yfirborði sjávar erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi að kannað sé hvort nýtt skipulag Kársnes taki til ætlaðrar hækkunar á yfirborði sjávar dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

10.1810925 - Athuga hvort verktakar séu að fá tilskilin leyfi til að stoppa umferð erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi hvort verktakar séu að fá tilskilin leyfi til að stoppa umferð erindi frá Indriða Stefánssyni dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

11.1810924 - Úttekt á úrlausnum við blindbeygjur á hjólastígum erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi úttekt á úrlausnum við blindbeygjur á hjólastígum dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

12.1810923 - Úttekt á þeim húsum sem klædd eru með asbesti erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi úttekt á úrlausnum við blindbeygjur á hjólastígum dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

13.1810922 - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

14.1810921 - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Almenn erindi

15.1811007 - Vesturvör. Gatnaskipulag.

Skipulagsráð 38 - 5.11.2018
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgögnunefndar.

Lögð fram drög að gatnaskipulagi Vesturvarar milli Bakkabrautar að Kársnesbraut. Uppdráttur VBV Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf. í mkv. 1:1000 dags í september 2018.
Afgreiðslu frestað.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir kynningu á umferðarskipulagi Kársness í heild sinni frá VBV og Landark.

Almenn erindi

16.1811006 - Dalvegur, austurhluti. Gatnaskipulag.

Skipulagsráð 38 - 5.11.2018
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgögnunefndar.

Lagðar fram hugmyndir að útfærslu austurhluta Dalvegar þ.e. frá húsi nr. 18 (Málning) að gatnamótum við Nýbýlaveg. Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2018.

Afgreiðslu frestað.
Umhverfis- og samgöngunefnd frestar erindinu þar sem gögn lágu ekki fyrir tilsettan tíma.

Almenn erindi

17.1811008 - Samfélagsábyrg fyrirtæki í Kópavogi

Frá Umhverfisfulltrúa lögð fram tillaga að útfærslu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Fyrirtæki geta dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum (GHL) og takið þannig þátt í baráttunni við neikvæðar loftslagsbreytingar af mannavöldum. Aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við Parísarsáttmálann eða að Ísland nái loforði sínu um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 og undirmarkmið 169. Í Kópavogi verður undirmarkmiðum forgangsraðað og hafa alls 34 undirmarkmið Heimsmarkmiðanna verið valin til þess að mynda
yfirmarkmið í starfsemi bæjarins.
Kópavogsbær er leiðandi í innleiðingu Heimsmarkmiðana á Íslandi.
Öllum fyrirtækjum og stofnunum býðst að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.
Aðilar að yfirlýsingunni eru því sammála um að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að setja sér markmið um að:
1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
2. Minnka myndun úrgangs, m.a. með því að nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta
3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

18.1811045 - Fyrirspurn um útskiptingu bensin- og dísilbíla Kópavogsbæjar erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi Erlendar Geirdal varðandi fyrirspurn um útskiptingu bensin- og dísilbíla Kópavogsbæjar dags. 2.11.2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.