Umhverfis- og samgöngunefnd

106. fundur 04. desember 2018 kl. 16:30 - 18:55 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1811023F - Bæjarráð - 2936. fundur frá 29.11.2018

Lögð fram tillaga að samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi ásamt gjaldskrá fyrir stöðuleyfi fyrir gáma í Kópavogi.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 105

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1811023F - Bæjarráð - 2936. fundur frá 29.11.2018

Lögð fram tillaga að samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 105

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.1801683 - Samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar á mismunandi leiðum í úrgangsmálum

Kynning á skýrslu Alta, Söfnun úrgangs, endurnýting og endurvinnsla; yfirlit yfir stefnu og leiðir dags. júní 2018.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Árna Geirssyni frá Alta ehf. fyrir kynninguna.

Almenn erindi

4.1811822 - Meðhöndlun úrgangs í Kópavogi

Kynning frá fulltrúa Sorpu bs. og umræður um meðhöndlun úrgangs.
Frestað.

Almenn erindi

5.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

Lögð fram breytingartillaga á samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða breytingartillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1811006 - Dalvegur, austurhluti.

Skipulagsráð 38 - 5.11.2018 Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Lagðar fram hugmyndir að útfærslu austurhluta Dalvegar þ.e. frá húsi nr. 18 (Málning) að gatnamótum við Nýbýlaveg. Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1811676 - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla

Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður.
Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi.
Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.
Hlé var gert á fundi kl. 18:19.
Fundur hélt áfram kl. 18:23.

Almenn erindi

8.1811045 - Fyrirspurn um útskiptingu bensin- og dísilbíla Kópavogsbæjar erindi frá Erlendi Geirdal

Gert grein fyrir útskiptiáætlun og stöðu mála.
Erlendur Geirdal bókar að hann þakkar deildarstjóra gatnadeildar svarið.
Í ljósi þess að engin sérstök áætlun er til fyrir orkuskipti bílaflota Kópavogsbæjar og ekki virðist liggja fyrir mat á hversu mörgum bílum mætti skipta út fyrir metanknúna bíla annarsvegar og rafbíla hinsvegar tel ég brýnt að hafist verði handa við gerð slíkrar áætlunar og mats hið fyrsta. Geri ég það hér með að tillögu minni.
Það að nýverið hafi verið keyptir 3 dísilknúnir þjónustubílar fyrir bæinn undirstrikar þörfina fyrir áætlun hjá Kópavogsbæ um að sýna vilja í verki til þess að takast á við yfirvofandi loftslagsvá og vera íbúum bæjarins og öðrum fyrirmynd í orkuskiptum.
Umhverfis- og samgöngunefnd harmar að ekki hafi borist skriflegt svar við fyrirspurn Erlendar Geirdal og vísar gerðar útskiptiáætlunar til vinnu við Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

9.1410259 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi

Kynntar niðurstöður hreinsunaátaks á atvinnusvæðum í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.

Önnur mál

10.1609891 - Lækjarbotnaland 4, 5, fokhætta. Samkomulag.

Greint frá stöðu mála og samkomulagi við lóðarhafa.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:55.