1812013F- Umhverfis- og samgöngunefnd - 108. fundur frá 21.12.2018
Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl. 9.27. Fundi var fram haldið kl. 9.36.
Fulltrúar Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð lýsa furðu sinni á að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt er varafulltrúi í umhverfis og samgöngunefnd hafi látið kjósa sig inn á fund nefndarinnar þann 21. desember síðastliðinn. Slíkt er skýrt brot á bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"
Hlé var gert á fundi kl. 9.44. Fundi var fram haldið kl. 9.53.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð beina því til bæjarritara að hann komi á framfæri reglum bæjarmálasamþykktar Kópavogs hvað varðar fundarsetu í nefndum og ráðum.
Karen Halldórsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Helga Hauksdóttir, Hjördís Ýr Johnson"