Umhverfis- og samgöngunefnd

109. fundur 15. janúar 2019 kl. 16:30 - 18:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1811027F - Bæjarstjórn - 1186. fundur frá 11.12.2018

18.1811012F- Umhverfis- og samgöngunefnd - 105. fundur frá 20.11.2018
Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Með vísan til vinnu bæjarstjórnar við heildarstefnumótun Kópavogsbæjar vísar bæjarstjórn tillögu umhverfis- og samgöngunefndar um endurskoðun umhverfisstefnu til bæjarritara til umsagnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1901010F - Bæjarstjórn - 1187. fundur frá 08.01.2019

1811015F- Umhverfis- og samgöngunefnd - 106. fundur frá 04.12.2018
Lagt fram.

26.7 1811676 - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla
Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.

Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 106
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður.
Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi.
Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.


Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1901018F - Bæjarráð - 2941. fundur frá 10.01.2019

1812013F- Umhverfis- og samgöngunefnd - 108. fundur frá 21.12.2018
Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 9.27. Fundi var fram haldið kl. 9.36.

Fulltrúar Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð lýsa furðu sinni á að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt er varafulltrúi í umhverfis og samgöngunefnd hafi látið kjósa sig inn á fund nefndarinnar þann 21. desember síðastliðinn. Slíkt er skýrt brot á bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9.44. Fundi var fram haldið kl. 9.53.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð beina því til bæjarritara að hann komi á framfæri reglum bæjarmálasamþykktar Kópavogs hvað varðar fundarsetu í nefndum og ráðum.
Karen Halldórsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Helga Hauksdóttir, Hjördís Ýr Johnson"
Formanni Umhverfis- og samgöngunefndar var ekki kunnugt um að bæjarfulltrúa væri óheimilt að sitja umræddan fund.

Almenn erindi

4.1811610 - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.

Skipulagsráð - 40 (3.12.2018) - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.
Lagt fram erindi lóðarhafa Múlalindar 6 varðandi bifreiðastöður í götunni sem valda erfiðleikum við akstur ökutækja til og frá húsi nr. 6.

Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1901034 - Frágangur verktaka og aðgerðir gegn götulokunum og lokun gangstétta erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi frágang eftir verktaka í Kópavogi og lokanir á gönguleiðum og takmörkun á aðgengi fyrir alla um göngustíga bæjarins frá 2. janúar 2019.

Greint frá stöðu mála.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.1812665 - Frágangur á götum sem er búið að rjúfa erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 107 (18.12.2018) - Frágangur á götum sem er búið að rjúfa erindi frá Indriða Stefánssyni
Hvenær megi búast við að verktakar sem hafa verið að rjúfa malbik vegna tengivinnu við lagna virki, muni ganga aftur frá götum, núna eru 3 staðir þar sem á Kársnesi eru vegir rofnir og frágangur er ekki góður eins og er og ef tæki að snjóa svo einhverju nemi þá verður það til vandræða þegar kemur að ruðningi.

Vísað til umhverfissviðs.

Greint frá stöðu mála.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.1811676 - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla

Umhverfis- og samgöngunefnd - 106 (4.12.2018) - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla
Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði Kópavogsbæjar að gera kostnaðargreiningu á uppsetningu á hraðamyndavélakerfi á Kársnesinu. Jafnframt verði kannað viðhorf íbúa á Kársnesi við að fjarlægðar verði hraðahindranir á Kársnesinu og hraðamyndavélakerfi verið sett upp ásamt því að umferðarhraði verði lækkaður. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að hámarkshraði á hluta Kópavogsbrautar verði lækkaður í 30 km hraða og hlakkar til að sjá niðurstöður könnunar um viðhorf íbúa á Kársnesi. Indriði Stefánsson tekur undir bókun Hreiðars Oddssonar.

Bæjarráð - 2938 (13.12.2018) - Lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla
Lögð fram tillaga um lækkun hámarkshraða á hluta Kópavogsbrautar við Kársnesskóla.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Lögð fram umsögn deildarstjóra gatnadeildar dags. 9.1.2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 (7.6.2018) - Hjólabrettaskál í Kópavogi
Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar. Umhverfisfulltrúa falið að skoða mögulegar staðsetningar.

Bæjarráð - 2919 (21.6.2018) - Hjólabrettaskál í Kópavogi
Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 1179 (26.6.2018) - Hjólabrettaskál í Kópavogi
Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 með 10 samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 101 (25.9.2018) - Hjólabrettaskál í Kópavogi
Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 (7.6.2018) - Hjólabrettaskál í Kópavogi. Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar. Umhverfisfulltrúa falið að skoða mögulegar staðsetningar. Hreiðar Oddsson aðalmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu málsins, hvort staðsetning hafi verið valin og hvort að það verði ekki örugglega gert ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2019.

Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að verkefninu og kynna fyrir nefndinni.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir tillögum að staðsetningu fyrir hjólabrettaskál.

Almenn erindi

9.1812666 - Tenging Kársnes við Fífusvæðið erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 107 (18.12.2018) - Tenging Kársnes við Fífusvæðið erindi frá Indriða Stefánssyni

Tenging Kársnes við Fífusvæðið. Nú eru nær öll íþróttastarfsemi skólabarna í Fífunni og strætósamgöngur eru ekki heppilegar (skipta þarf í Hamraborg) og vagnarnir frá félögunum eru að fara áður en skóla líkur.

Vísað til umhverfissviðs.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

10.1811249 - Útilistaverk við Hálsatorg

Lista- og menningarráð - 95 (15.11.2018) - Útilistaverk við Hálsatorg
Hugmynd að útilistaverki á Hálsatorgi.
Lista- og menningarráð telur að tillaga Theresu Himmer að útilistaverki á Hálsatorgi muni sóma sér vel í hjarta bæjarins auk þess sem hún stuðli að nýrri ímynd torgsins og fjölbreyttri miðlun gagnvart almenningi og sérstaklega nemendum sem koma í skipulagðar heimsóknir í menningarhúsin. Ráðið leggur til að gengið verði til samninga við listamanninn samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun og felur forstöðumanni menningarmála að fylgja því eftir.

Bæjarráð - 2937. fundur - 06.12.2018
1810029F- Lista- og menningarráð - 95. fundur frá 15.11.2018
Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð vísar lið 3 til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
Samþykkt. Hvatt er til að gert verði upplýsingarskilti um verkið með skýrskotun í verk Gerðar Helgadóttur.

Fundi slitið - kl. 18:25.