Umhverfis- og samgöngunefnd

110. fundur 12. febrúar 2019 kl. 16:30 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1901414 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.

Verkefnastjóri hverfisáætlunar gerir grein fyrir hverfisáætlun fyrir Fífuhvamm.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna.

Almenn erindi

2.1902135 - Snjallausnir - Tilraunaverkefni

Deildarstjóri gatnadeildar kynnir stöðu á snjallvæðingu Kópavogsbæjar og gerir grein fyrir tilraunaverkefni við snjallvæðingu ljósastaura í Hólmahverfi.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna.

Almenn erindi

3.1901323 - Smárinn. Gönguleiðir. Deiliskipulag.

Skipulagsráð - 43 (21.1.2019) - Smárinn. Helstu hjóla- og gönguleiðir. Lögð fram samantekt VSÓ ráðgjöf dags. 18. janúar 2019 þar sem farið er yfir helstu hjóla- og gönguleiðir í Smáranum og tengingar við aðliggjandi svæði. Svanhildur Jónsdóttir umferðar- og samgönguverkfræðingur gerir grein fyrir erindinu.

Lagt fram og kynnt. Vísað til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir úttekt frá umhverfissviði á framkvæmdum varðandi göngu- og hjólastíga undanfarin 5 ár og samræmi við samþykktir SSH og hönnunarleiðbeiningar.

Almenn erindi

4.1410259 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1902047 - Evrópsk samgönguvika 2018

Lögð fram leiðarvals- og ferðamátakönnun grunnskóla Kópavogs 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1811610 - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.

Skipulagsráð - 40 (3.12.2018) - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.
Lagt fram erindi lóðarhafa Múlalindar 6 varðandi bifreiðastöður í götunni sem valda erfiðleikum við akstur ökutækja til og frá húsi nr. 6.

Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 109 (15.1.2019) - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.
Skipulagsráð - 40 (3.12.2018) - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.
Lagt fram erindi lóðarhafa Múlalindar 6 varðandi bifreiðastöður í götunni sem valda erfiðleikum við akstur ökutækja til og frá húsi nr. 6.

Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Lagt fram og kynnt.
Samkvæmt Umferðarlögum 57/1987 er heimilt að leggja við hægri brún götu í akstursstefnu. Hinsvegar er samkvæmt lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar óheimilt að leggja eða setja neitt það sem hindrar umferð í götu. Sé bifreið lagt öðru hvoru megin í götu má ekki leggja annarri bifreið á þann veg að umferð sé hindruð.
Umhverfis- og samgöngunefnd beinir þeim tilmælum til íbúa Múlalindar að leggja ekki bifreiðum þannig að umferð sé hindruð. Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar því erindi varðandi bifreiðarstöður í götunni. Ökutæki sem hindra umferð má láta fjarlægja á kostnað eigenda til að tryggja neyðarakstur.

Almenn erindi

7.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Farið yfir stöðu mála.
Frestað.

Almenn erindi

8.1810922 - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu erindi frá Indriða Stefánssyni.
Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.
Frestað.

Almenn erindi

9.1810921 - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi erindi frá Indriða Stefánssyni
Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi dags. 14. október 2018.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.

Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 19:15.