Umhverfis- og samgöngunefnd

111. fundur 26. febrúar 2019 kl. 16:30 - 19:30 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1803860 - Óskað eftir yfirlit yfir allar göngu- og hjólaleiðir á reitum 1-9 á Kársnesi frá Hjördísi Ýr Johnson

Kynning á göngu- og hjólaleiðum á reitum á þróunarsvæði Kársnes.
Frestað.

Almenn erindi

2.1810907 - Snælandsskóli - Aðstaða fyrir sundrútu

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Snælandsskóli - Aðstaða fyrir sundrútu
Lögð fram tillaga að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða við Snælandsskóla þar sem gerð er aðstaða fyrir sundrútu dags. 31. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar framlagðri tillögu og vísar til umhverfissviðs að útfæra aðstöðu fyrir rútu og sleppisvæði við Fagralund.

Lagt fram erindi frá Magnea Einarsdóttir
skólastjóri Snælandsskóla dags. 20 febrúar 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar tillögunni um stæði við vesturenda skólabyggingar Snælandsskóla fyrir sundrútu vegna nálægðar við gangbraut og mögulegrar takmörkun sjónlína á vegfarendur.

Almenn erindi

3.1902427 - Spillivagninn

Kynning á Spillivagninum og fyrirkomulagi á sérstakri söfnun spillefna og raftækja frá heimilum í Reykjavík 2018-2019. Kópavogsbæ býðst þátttaka í verkefninu.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar framtakinu. Verkefnið er þarft og þegar tölfræði um árangur og reynslu liggur fyrir mun nefndin ákveða um þátttöku í verkefninu eða sambærilegu átaki í Kópavogi.

Almenn erindi

4.1310510 - Gámar í Kópavogi

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi stöðuleyfa í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfa gáma í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1309339 - Minjaskrá Kópavogs 2014

Minjaskrá Kópavogs er samantekt á vernduðum svæðum innan
sveitarfélagsins hvort sem það sé samkvæmt friðlýsingu,
náttúruverndarlögum, bæjarvernd/hverfisvernd, minjavernd, þjóðminjavernd eða sérstök svæði.
Lögð fram tillaga að uppsetningu skiltis við hvert svæði í Náttúruminjaskrá Kópavogs sem veitir upplýsingar um svæðið, umgengnisreglur, verndarflokk, afmörkun svæðis og annað.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagt erindi um merkingar á svæðum í Minjaskrá Kópavogs og hafnarsvæði. Kostnaðarliðum er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Farið yfir stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1902346 - Fundargerð 404. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.02.2019

Lagt fram og kynnt.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1902485 - Hreinsun á ís af skólalóðum og bílastæðum erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi hreinsun á Ís af skólalóðum og bílastæðum dags. 19. febrúar 2019.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs.

Almenn erindi

9.1810922 - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu erindi frá Indriða Stefánssyni. Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni
Frestað
Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úttekt verði gerð á gjaldskrá og ferlum Sorpu bs. í samráði við fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu bs.

Almenn erindi

10.1810921 - Gjaldskrá almenningssamgangna og þjónusta Strætó bs. í Kópavogi. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi erindi frá Indriða Stefánssyni Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi dags. 14. október 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi. Erindi frá Indriða Stefánssyni
Frestað.
Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að fulltrúi Strætó bs. mæti á fund nefndarinnar og geri grein fyrir möguleikum í breytingu á gjaldskrá Strætó bs. og á að innleiða snjallausnir í gjaldheimtu og tengingu gjalds við vegalengd. Um 18% bílferðar innan Kópavogsbæjar eru styttri 5 mín ferðir og um 50% bílferðar eru styttri en 10 mín ferðir. Umhverfis- og samgöngunefnd sér tækifæri að breyttum ferðarvenjum og aukinni noktun almenningssamgangna í styttri ferðum innan Kópavogsbæjar.

Önnur mál

11.1809548 - Fundir Umhverfis- og samgöngunefndar 2018-2019

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að fundardögum til 1. september 2019.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.