Umhverfis- og samgöngunefnd

112. fundur 11. mars 2019 kl. 16:30 - 17:59 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1903003F - Bæjarráð - 2949. fundur frá 07.03.2019

1810922 - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu erindi frá Indriða Stefánssyni. Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019. Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni Frestað Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.

Niðurstaða: Umhverfis- og samgöngunefnd - 111
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úttekt verði gerð á gjaldskrá og ferlum Sorpu bs. í samráði við fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu bs.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu að nýju til Umhverfis- og samgöngunefndar til nánari afmörkunar og vinnslu.

Almenn erindi

2.1810921 - Gjaldskrá almenningssamgangna og þjónusta Strætó bs. í Kópavogi. Erindi frá Indriða Stefánssyni

1810921 - Umhverfis- og samgöngunefnd - 111 (26.2.2019) - Gjaldskrá almenningssamgangna og þjónusta Strætó bs. í Kópavogi. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi erindi frá Indriða Stefánssyni Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi dags. 14. október 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi. Erindi frá Indriða Stefánssyni
Frestað.
Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að fulltrúi Strætó bs. mæti á fund nefndarinnar og geri grein fyrir möguleikum í breytingu á gjaldskrá Strætó bs. og á að innleiða snjallausnir í gjaldheimtu og tengingu gjalds við vegalengd. Um 18% bílferðar innan Kópavogsbæjar eru styttri 5 mín ferðir og um 50% bílferðar eru styttri en 10 mín ferðir. Umhverfis- og samgöngunefnd sér tækifæri að breyttum ferðarvenjum og aukinni noktun almenningssamgangna í styttri ferðum innan Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Jóhannesi Svavari Rúnarssyni fyrir að greina frá stöðu mála. Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur Strætó bs. til að vinna að breytingum á gjaldskrá Strætó bs. með því að taka upp rafrænt greiðslukerfi sem tekur mið af vegalengd ferðar. Rafrænt greiðslukerfi og gjald sem tekur mið að vegalengd ferðar hvetur til blöndunar á ferðamátum og aukinni notkun almenningssamgangna á styttri ferðum. Fjölgun ferða með almenningssamgöngum á styttri ferðum er umhverfisvæn og stuðlar að bættum loftgæðum.
Gestur: Jóhannes Svavar Rúnarsson

Almenn erindi

3.1903232 - Garðlönd 2019 - tillögur að fyrirkomulagi og gjaldi

Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd Kópavogs 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt fyrirkomulag og gjald fyrir garðlönd Kópavogs 2019. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1903202 - Háhæðin - opið svæði á Rjúpnahæð

Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að útfærslu á opnu svæði á Rjúpnahæð.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt erindi.

Almenn erindi

5.1902787 - 201 Smári. Útfærsla deiliskipulags á bæjarrými.

Lögð fram tillaga Landark ehf. fh. lóðarhafa dags. 1. mars 2019, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í 201 Smári.
Frestað.

Almenn erindi

6.1902195 - Erindi frá Hjólreiðadeild Breiðabliks. Fjallahjólabraut.

Skipulagsráð - 45 (18.2.2019) - Erindi frá Hjólreiðadeild Breiðabliks. Fjallahjólabraut.
Lagt fram erindi frá Hjólreiðadeild Breiðabliks og Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) þar sem óskað er eftir samstarfi við þróun á svæði fyrir BMX/fjallahjólabraut í Kópavogi.
Lagt fram. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.1902778 - Íþróttagarður í Kópavogi

Lögð fram hugmynd skipulags- og byggingardeildar að íþróttagarði í Kópavogsdal við Kópavogslæk norðan og austan Tennishallarinnar þar sem boðið yrði upp á fjölbreytt afþreyingu fyrir alla fjölskylduna til útivistar

46. fundur skipulagsráðs
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir að Umhverfissvið móti hugmyndina frekar í samráði við umhverfis- og samgögnunefnd.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að hefja hönnun á svæðinu í heild sinni fyrir útivist og íþróttaiðkun. Vísað til umhverfissviðs til hönnunar.

Almenn erindi

8.1903143 - Bíllaus dagur 22. september 2019

Lagt fram erindi Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna varðandi samræmdar lokanir á völdum svæðum fyrir bílaumferð á bíllausa deginum í Evrópskri samgönguviku 22. September 2019 undir stjórn verkefnastjóra Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 17:59.