1810922 - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni
Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu erindi frá Indriða Stefánssyni. Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019. Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni Frestað Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.
Niðurstaða: Umhverfis- og samgöngunefnd - 111
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úttekt verði gerð á gjaldskrá og ferlum Sorpu bs. í samráði við fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu bs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu að nýju til Umhverfis- og samgöngunefndar til nánari afmörkunar og vinnslu.