Umhverfis- og samgöngunefnd

115. fundur 06. maí 2019 kl. 16:30 - 18:05 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1904553 - Hvaða aðilar umfram Strætó og fargangsakstur (Sjúkra, slökkvilíðs og lögreglubíla) munu fá heimild til að aka yfir Fossvogsbrú? erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi hvaða aðilar munu fá heimild til að aka yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú dags. 10. apríl 2019.
Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 2.5.2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1904467 - Brennisteinsvetni í andrúmslofti

Umhverfis- og samgöngunefnd - 114 (8.4.2019) - Brennisteinsvetni í andrúmslofti
Lagt fram erindi frá Erlendi Geirdal varðandi brennisteinsvetni í andrúmslofti.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs.
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa dags. 3. maí 2019.
Samþykkt. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

3.1904552 - Flokkunartunnur við fjölfarna staði erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi flokkunartunnur við fjölfarna staði dags. 10. apríl 2019.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs fyrir næsta fund nefndarinnar.

Almenn erindi

4.1810923 - Úttekt á þeim húsum sem klædd eru með Asbesti. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 104 (6.11.2018) - Úttekt á þeim húsum sem klædd eru með asbesti erindi frá Indriða Stefánssyni.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 30. apríl 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að stofna til verkefnis þar sem íbúar geta leitað til umhverfissviðs ef talið er að asbest sé í ytra byrði íbúðarhúsnæðis.

Almenn erindi

5.1807291 - Tillaga um að halda málstofu um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.

Bæjarráð - 2922 - Tillaga um að halda málstofu um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.
Tillaga frá Theódóru Þorsteinsdóttur f.h. bæjarfulltrúa BF Viðreisnar um að halda opinn fund (málstofu) strax í haust um umhverfismál með áherslu á meðhöndlun sorps.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Lögð fram tillaga formanns Umhverfis- og samgöngunefndar dags. 3. maí 2019
Samþykkt. Vísað til umsagnar Umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.1904999 - Kársnes. Vesturvör og Bakkavör. Útfærsla á göturými.

Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar og Höllu Hrundar Pétursdóttur, landslagsarkitekta Eflu verkfræðistofu að útfærslu á göturými Vesturvarar og Bakkavarar og umhverfi Kársneshafnar. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í apríl 2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar framlagðri tillögu og felur umhverfissviði að leggja fram aðrar tillögur í samræmi við hönnunarviðmið SSH um hjólreiðar og að göngustígar séu amk 2 metrar að breidd. Hugað verði betur að umferðarflæði og umferðaröryggi með tilliti til þverana og að í nýrri tillögu verði dregið verulega úr þverunum akandi yfir hjólastíga. Skoðaður verði sérstaklega fýsileiki þess að gera Bakkabraut að einstefnugötu.

Fundi slitið - kl. 18:05.