Umhverfis- og samgöngunefnd

118. fundur 03. september 2019 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar. Nýja línan. Drög.

Á fundi bæjarráðs 3. desember 2015 var samþykkt að mótuð verði heildstæð samgöngustefna fyrir Kópavog þar sem m.a. verður horft til lýðheilsuþátta, öryggis og loftgæða. Í stefnunni skal fjalla um strætósamgöngur, göngu- og hjólreiða, bílaumferðar og tækninýjunga sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Á árunum 2017-18 voru haldnir alls 12 vinnufundi um verkefnið auk þess að efnt var til íbúafunda í öllum hverfum bæjarins um samgöngumál. Voru fundirnir haldnir undir yfirskriftinni Nýja línan - Samgöngustefna í mótum. Voru fundirnir vel sóttir og þar kviknuðu margar góðar hugmyndir ásamt því að fram komu fjölmargar ábendingar um það sem betur má fara í samgöngumálum bæjarins. Auk þessa var efnt til kynninga á verkefninu,- í Sundlaug Kópavogs, Íþróttamiðstöðinni Versölum og í Smáralind. Í byrjun árs 2018 var vinna við gerð heildstæðrar samgöngustefnu fyrir Kópavogsbæ langt komin en vinnuhópurinn náði ekki að klára verkefnið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu eins og til stóð. Síðan í maí 2018 hefur vinna við verkefnið að mestu legið niðri. En í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur verkefnið um mótun samgöngustefnu bæjarins verið tengt þeirri vinnu. Á fundi bæjarráðs 11. apríl 2019 var samþykkt að taka málið upp að nýju og voru tilnefndir fulltrúar í vinnuhóp til að leggja lokahönd á verkefnið.

Lögð fram drög að Samgöngustefnu Kópavogs- Nýja línan dags. í ágúst 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1908962 - Gangbrautamerkingar

Lagt fram erindi Sigurðar Arnar Sigurðssonar dags. 9.5.2019 varðandi málun gangbrautarmerkinga í Hlíðarhjalla.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og að yfirfara gangbrautir á umræddu svæði í samræmi við umferðarskipulag Kópavogsbæjar 2012.

Almenn erindi

3.1908972 - Umferðaröryggi á Kársnesbraut

Lagt fram erindi Atla Þórs Jóhannssonar dags. 8.7.2019 varðandi umferðaröryggi á Kársnesbraut frá gatnamótum Vesturvarar og Kársnesbrautar í vestri og Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar í austri.
Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs í samræmi við umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar 2012.

Almenn erindi

4.19081043 - Umferðaröryggi á Álfhólsvegi erindi frá Hreiðari Oddssyni

Lagt fram erindi Hreiðars Oddssonar dags. 1.3.2019 varðandi umferðaröryggi á Álfhólsvegi.
Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs í samræmi við umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar 2012.

Almenn erindi

5.19081037 - Umferðartafir í Kópavogi erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lagt fram erindi Sigurðar Sigurbjörnssonar dags. 26.8.2019 varðandi umferðartafir í Kópavogi.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.1908977 - Fróðleiksskilti á gönguleiðum tillaga frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 26.6.2019 varðandi tillögu að Kópavogsbær komi upp á gönguleiðum og hugsanlega fleiri stöðum þar sem sæist frá sama sjónarhorni gamlar myndir sem að myndu sýna hvernig bærinn hefur byggst upp til að efla vitund bæjarbúa um sögu bæjarins.
Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.1908980 - Lækkað verð í Góða hirðinum tillaga frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 26.6.2019 varðandi tillögu að fulltrúi Kópavogsbæjar beiti sér fyrir því að verð í Góða hirðinum verði lækkað verulega og í aukni mæli séu endurnýtanlegir hlutir teknir inn í Góða hirðinn.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1908417 - Göngum í skólann, hvatningarverkefni

Lagt fram erindi frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands dags. 14.8.2019 varðandi átaksverkefnið Göngum í skólann 2019. Verkefnið verður sett í þrettánda sinn miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Óskað er eftir liðsinni sveitarfélagsins til að hvetja alla skóla á ykkar svæði til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta.
Samþykkt. Vísað til Umhverfissviðs.

Almenn erindi

9.1908989 - Cycling Iceland hjólakort

Lagt fram erindi Hjólafærni á Íslandi dags. 19.5.2019 varðandi Cycling Iceland hjólakort - hjólastígar, vegvísun og viðgerðarstanda í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

10.1703292 - Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi

Lögð fram samantekt á vegglistaverkum sumarsins 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

11.1908993 - Vettvangur fyrir gangbrautarvörslu foreldra erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 20.3.2019 varðandi að Kópavogsbær búi til vettvang og stuðning þannig að foreldrar geti sinnt gangbrautarvörslu tímabundið.
Samþykkt. Vísað til umhverfissviðs.

Almenn erindi

12.1908992 - Evrópsk samgönguvika 2019

Kynning á fyrirkomulagi evrópskrar samgönguviku 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

13.19081001 - Grár dagur - viðbragðsáætlun við grunn- og leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu - vinna fyrir Evrópsku samgönguvikuna

Lagt fram erindi Hjólafærni dags. 26.6.2019 varðandi nokkur grasrótarsamtök sem vilja vinna viðbragðsáætlun sem á að tryggja börnum í grunn- og leikskólum betri loftgæði á "gráum dögum" og tengja það við Evrópsku samgönguvikuna/Bíllausa daginn.
Vísað til umsagnar menntasviðs.

Almenn erindi

14.19081039 - Aðgerð og val á umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lagt fram erindi Sigurðar Sigurbjörnssonar dags. 26.8.2019 varðandi aðferð að vali, reglur, virðing og athygli á Umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar.
Frestað.

Almenn erindi

15.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Lögð fram drög að umhverfisuppgjöri fyrir bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.19081029 - Síðsumarsganga Umhverfis- og samgöngunefndar og sögufélags Kópavogs 2019

Lagt til að Síðsumarsganga Umhverfis- og samgöngunefndar
í samstarfi við Sögufélag Kópavogs verði daganna 17-19 september. Farið verði um svæði við Fossvogslæk, norðan við Lund, svo kallaður Hermannsskógur sem bærinn
eignaðist nýverið.
Samþykkt.

Almenn erindi

17.19081026 - Hjólateljarar 2019

Lögð fram áætlun um fjölgun á hjólateljurum á höfuðborgarsvæðinu dags 15.8.2019. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélagana á Höfuðborgarsvæðinu og liður í því að byggja upp heilstætt net hjólateljara.
Lagt fram og kynnt.

Önnur mál

18.1908017 - Tillaga að friðlýsingu svæðis. Háhitasvæði Brennisteinsfjalla.

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að fyrirhugaðri friðlýsingu svæðis nr. 68 í Brennisteinsfjöllum sbr. 53. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Tillagan er sett fram með tilvísan til þingsályktunar Alþingis frá 14. janúar 2013 um vernd og orkunýtingu landssvæða, svokölluð rammaáætlun.

Skipulagsráð - 56 (19.8.2019) - Háhitasvæði Brennisteinsfjalla. Tillaga að friðlýsingu svæðis.
Lagt fram og kynnt. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.