Á fundi bæjarráðs 3. desember 2015 var samþykkt að mótuð verði heildstæð samgöngustefna fyrir Kópavog þar sem m.a. verður horft til lýðheilsuþátta, öryggis og loftgæða. Í stefnunni skal fjalla um strætósamgöngur, göngu- og hjólreiða, bílaumferðar og tækninýjunga sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Á árunum 2017-18 voru haldnir alls 12 vinnufundi um verkefnið auk þess að efnt var til íbúafunda í öllum hverfum bæjarins um samgöngumál. Voru fundirnir haldnir undir yfirskriftinni Nýja línan - Samgöngustefna í mótum. Voru fundirnir vel sóttir og þar kviknuðu margar góðar hugmyndir ásamt því að fram komu fjölmargar ábendingar um það sem betur má fara í samgöngumálum bæjarins. Auk þessa var efnt til kynninga á verkefninu,- í Sundlaug Kópavogs, Íþróttamiðstöðinni Versölum og í Smáralind. Í byrjun árs 2018 var vinna við gerð heildstæðrar samgöngustefnu fyrir Kópavogsbæ langt komin en vinnuhópurinn náði ekki að klára verkefnið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu eins og til stóð. Síðan í maí 2018 hefur vinna við verkefnið að mestu legið niðri. En í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur verkefnið um mótun samgöngustefnu bæjarins verið tengt þeirri vinnu. Á fundi bæjarráðs 11. apríl 2019 var samþykkt að taka málið upp að nýju og voru tilnefndir fulltrúar í vinnuhóp til að leggja lokahönd á verkefnið.
Lögð fram drög að Samgöngustefnu Kópavogs- Nýja línan dags. í ágúst 2019.