Umhverfis- og samgöngunefnd

119. fundur 15. október 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1910132 - Samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu

Bæjarstjóri kynnir samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, fyrir kynninguna.
Lagt fram og kynnt.
Indriði Stefánsson bókar að samkomulagið er gert án þess að umhverfis- og samgöngunefnd hafi haft tækifæri til þess að fjalla um það áður og uppfylla þar með sitt hlutverk til stefnumótunar. Fyrirhuguð gjaldtaka kemur ílla niður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins.
Andri Steinn Hilmarsson bókar að samkomulagið markar tímamót í samgöngum í samstarfi sveitarfélaga og ríkisins. Uppbygging almenningssamgangna byggir á áralangri vinnu sérfræðinga með aðkomu íbúa og kjörinna fulltrúa. Margt er enn óútfært í samkomulaginu sem snýr að stefnumótun samgangna í Kópavogi til framtíðar.

Almenn erindi

2.1902333 - Borgarlína. Hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gerir grein fyrir verkefninu og stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Hrafnkeli Proppé, svæðisskipulagstjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir kynninguna.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1901721 - Almenningssamgöngur, faghópur um eflingu leiðarkerfis.

Strætó bs. hefur í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu unnið vinnslutillögu að breyttu leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ragnheiður Einarsdóttir, samgögnusérfræðingur Srætó bs. gerir grein fyrir tillögunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Ragnheiði Einarsdóttur fyrir kynninguna.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar. Nýja línan. Drög.

Drög að samgöngustefnu og erindi skipulagsstjóra dags. 16. september 2019 kynnt og lögð fram til umsagnar.
Frestað.

Almenn erindi

5.1610242 - Hrauntunga, Grænutunga, umferðarmálefni.

Lagt fram erindi íbúa við Hrauntungu varðandi bifreiðastöður í Grænutungu og mögulega einstefnu til austurs um Grænutungu dags. 11. oktober 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa framlagðri tillögu að einstefnu inn Hrauntungu frá Grænutungu að Hlíðarvegi til skipulagsráðs.

Almenn erindi

6.1909028 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2018/2019

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti er lagt fram erindi varðandi árlegan minningardag Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum dags. 27. ágúst 2019. Ráðuneytið þakkar fyrir það óeigingjarnt starf sem var unnið á árinu 2018 og upplýsir um að undirbúningur fyrir minningardaginn 2019 sem verður sunnudaginn 17. nóvember 2019 er hafinn.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Á fjögurra ára fresti er jafnréttis- og mannréttindaáætlun bæjarins endurskoðuð.
Bæjarráð hefur fengið áætlunina til umfjöllunar og vísað henni áfram til umsagnar nefnda og ráða.
Frestur er til 21. október nk. til að skila umsögnum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.1903564 - Plastlaus september 2019

Á 114. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 8. apríl s.l. samþykkti nefndin að taka þátt í verkefninu Plastlaus september 2019 og vísaði erindinu til afgreiðslu Umhverfissviðs. Greint er frá verkefnum og þátttöku í Plastlausum september 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.19081039 - Aðgerð og val á umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Á 118. fundi umhverfis- og samgöngunefndar var lagt fram erindi Sigurðar Sigurbjörnssonar varðandi aðferð að vali, reglur, virðingu og athygli á umhverfisviðurkenningum umhverfis- og samgöngunefndar dags 26.8.19. Erindinu var frestað á síðasta fundi.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.