Umhverfis- og samgöngunefnd

121. fundur 19. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1910351 - Erindi vegna vespuárásar

Lagt fram erindi Lindu Jörundardóttur dags. 15. október 2019 varðandi umferðaröryggi á göngustígum og farartæki sem eru leyfð á göngustígum. Erindishafi varð fyrir því að vespu var ekið aftan á erindishafa á göngustíg í Kópavogsdalnum við Sporthúsið þann 22. júlí 2019.
Erindishafi leggur fram ósk um að Kópavogsbær einhendi sér í að aðskilja gangandi vegfarendur og farartæki á göngustígum bæjarins.
Vísað til afgreiðslu umhverfissviðs og vinnu við gerð Nýju línunnar - samgöngustefnu Kópavogsbæjar og áherslu á aðskilnað gangandi og hjólandi.

Almenn erindi

2.1910362 - Tillaga um stuðning við uppsetningu rafhleðslustöðva við fjölbýlishús erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi Erlends Geirdal dags. 10 nóvember 2019 varðandi tillögu um stuðning við uppsetningu rafhleðslustöðva við fjölbýlishús erindi frá Erlendi Geirdal. Að Kópavogsbær setji upp verkefni sem miðar að því að auðvelda eigendum fjöleignarhúsa að koma sér upp innviðum til hleðslu rafbíla á lóð sinni. Verkefnið felst í að efna til samráðs við orkusala og dreifingaraðila rafmagns og stofna sjóð sem eigendur stærri fjölbýlishúsa geti sótt í til að kosta að hluta uppsetningu rafhleðslustöðva við húsin.
Vísað til bæjarráðs og umsagnar umhverfissviðs þar sem sambærilegt erindi sem nú er til vinnslu í bæjarráði.

Almenn erindi

3.1904552 - Flokkunartunnur við fjölfarna staði erindi frá Indriða Stefánssyni

Á 115. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 6. maí 2019 var lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi flokkunartunnur við fjölfarna staði dags. 10. apríl 2019.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs fyrir næsta fund nefndarinnar.

Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 15. nóvember 2019.
Vísað til afgreiðslu umhverfissviðs og uppsetningu á 16 ruslabiðum á þeim stöðum sem tilgreindir eru í umsögn.

Almenn erindi

4.1911318 - Speglar á hjólastígum þar sem hjól þvera götu erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi frá Indriða Stefánssyni dags. 12. nóvember 2019 varðandi tillögu að setja upp speglar á hjólastígum þar sem hjól þvera götu.
Vísað til afgreiðslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

5.1810924 - Úttekt á úrlausnum við blindbeygjur á hjólastígum. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Á 104. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 6. nóvember 2018 var tekið fyrir erindi Indriða Stefánssonar varðandi úttekt á úrlausnum við blindbeygjur á hjólastígum og vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Lögð fram umsögn umhverfissiðs dags. 15. nóvember 2019.
Vísað til afgreiðslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.1911317 - Að Kópavogsbær hefði milligöngu/aðkomu að því að setja upp drop off box fyrir Verslanir í Hamraborg erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi frá Indriða Stefánssyni dags. 10. maí 2019 varðandi tillögu að Kópavogsbær hefði milligöngu/aðkomu að því að segja upp drop off box fyrir Verslanir í Hamraborg.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.1911316 - Gera steyputorgið að mathöll með matvögnum erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi frá Indriða Stefánssyni dags. 10. maí 2019 varðandi tillögu að gera steyputorgið að mathöll með matvögnum.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og úttektar á burðargetu torgsins.

Almenn erindi

8.1910363 - Tillaga um aðgengi að deilihjólum í Kópavogi erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi Erlends Geirdal dags. 10 nóvember 2019 varðandi tillögu um aðgengi að deilihjólum í Kópavogi.
Að Kópavogsbær hafi forgöngu um að deilihjólaleiga verði starfrækt í bænum styðja við auknar hjólreiðar og fyrir þá sem ekki eiga hjól að nýta sér kosti hjólreiða sem samgöngutækis. Aukið aðgengi að hjólum er einnig líklegt til að stuðla að minni bílanotkun og þar með bættum loftgæðum og lýðheilsu.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

9.1810922 - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Á 104. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 6. nóvember 2018 var lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu.
Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu dags. 14. október 2018.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7.2.2019.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 110 (12.2.2019) - Könnun á gjaldskrá og ferlum Sorpu. Erindi frá Indriða Stefánssyni Frestað Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 7. febrúar 2019.
Niðurstaða: Umhverfis- og samgöngunefnd - 111
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að úttekt verði gerð á gjaldskrá og ferlum Sorpu bs. í samráði við fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Sorpu bs.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu að nýju til Umhverfis- og samgöngunefndar til nánari afmörkunar og vinnslu.
Frestað.

Almenn erindi

10.19081039 - Aðgerð og val á umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lagt fram erindi Sigurðar Sigurbjörnssonar dags. 26.8.2019 varðandi aðferð að vali, reglur, virðing og athygli á Umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 118 (3.9.2019) - Aðgerð og val á umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni
Frestað.

Á 118. fundi umhverfis- og samgöngunefndar var lagt fram erindi Sigurðar Sigurbjörnssonar varðandi aðferð að vali, reglur, virðingu og athygli á umhverfisviðurkenningum umhverfis- og samgöngunefndar dags 26.8.19. Erindinu var frestað á síðasta fundi.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 119 (15.10.2019) - Aðgerð og val á umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni
Frestað.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og greiningar á verkferlum við val á umhverfisviðurkenningum.

Almenn erindi

11.1910361 - Tillaga um uppsetningu hleðslustöðva utan lóða fjölbýlishúsa erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi Erlends Geirdal dags. 10 nóvember 2019 varðandi tillögu um uppsetningu hleðslustöðva utan lóða fjölbýlishúsa erindi frá Erlendi Geirdal. Skortur á aðstöðu til að hlaða rafbíla við fjöleignarhús hamlar rafbílavæðingu íbúa þeirra. Núgildandi lög um fjöleignarhús valda því að ferli til uppsetningar hleðslustöðva á sameiginlegri lóð húsana er þungt þar sem samþykki allra eigenda þarf til.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:45.