Umhverfis- og samgöngunefnd

123. fundur 21. janúar 2020 kl. 16:30 - 18:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2001310 - Bláfáni 2020

Frá Blue flag international lagðar fram upplýsingar um fyrirkomulag Bláfána á Íslandi og umsóknarfrest til að sækja um Bláfána fyrir árið 2020 dags. 14. janúar 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að hefja undirbúningsvinnu við að sækja um Bláfána fyrir Ýmishöfn 2020 og Kópavogshöfn 2021. Vísað til umsagnar hafnastjórnar og kostnaðargreiningar.

Almenn erindi

2.1912393 - Ný umferðarlög, kynning á breytingum

Frá Samgöngustofu lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að um áramótin taka gildi ný umferðarlög, dags. 16. desember 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.2001212 - Samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi

Lögð fram drög að samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2001317 - Ný gjaldskrá Strætó 2020 erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi umræður um kostnað við Strætóáskrift og erindi sem barst frá íbúa varðandi nýja gjaldskrá Strætó bs. fyrir árið 2020 dags. 14. janúar 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því að fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Strætó bs. og framkvæmdastjóri Strætó bs. mæti og fari yfir kostnað við staka ferð og við Strætóáskrift og nýja gjaldskrá Strætó bs. í heild sinni á næsta fund nefndarinnar.

Almenn erindi

5.1605115 - Stofnhjólanet fyrir höfuðborgarsvæðisins

Kynning á vinnuhóp um stofnhjólanet fyrir höfuðborgarsvæðisins og breyttu fyrirkomlagi varðandi framkvæmdir og kostnaðarskiptingu framkvæmda.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1605115 - Stofnhjólanet fyrir höfuðborgarsvæðisins

Lagðar fram talningar fyrir hjólandi og gangandi á sameiginlegum talningarstöðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í september 2019.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.2001332 - Samráð milli umhverfis- og samgöngunefndar og skipulagsráðs erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lagt fram erindi Sigurðar Sigurbjörnssonar varðandi samráð umhverfis- og samgöngunefndar og skipulagráðs dags. 14. janúar 2020.
Vísað til úrvinnslu formanns umhverfis- og samgöngunefndar og formanns skipulagsráð að stuðla að samvinnu og að halda a.m.k tvo sameiginlega samráðsfundi nefndanna árið 2020 í samræmi við erindisbréf. Lögð verði fram drög á næsta fundi nefndarinnar.

Almenn erindi

8.2001334 - Snjómokstur á hjólastígum í Kópavogi erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar varðandi snjómokstur á reiðhjólastígum í Kópavogi dags. 14. janúar 2020.
Deildarstjóri gatnadeildar gerði grein fyrir vetrarþjónustu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Fyrirspurn frá Sigurði Sigurbjörnssyni, aðalmanni, þar sem nefndarmaður óskar eftir upplýsingar um, hversu miklum fjármunum var varið í kynningu á bílastæðasjóð 2019, hvar fór sú kynning fram, hversu margar voru kynningarnar. Sem sagt allt frá dreifimiðum, auglýsingum, samfélagsmiðlum, skiltum og eða öðru. Hvort það séu til formleg gögn um beiðnar íþróttarfélaganna um aðkomu bílastæðasjóðs á viðburði hjá þeim? dags. 14. janúar 2020.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:45.