Umhverfis- og samgöngunefnd

124. fundur 10. mars 2020 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir/ráð

Stýrihópur stefnumótunar Kópavogs óskar eftir umfjöllun um samantekt vinnustofu nefnda ráða sbr leiðbeinandi spurningar. Niðurstöður umfjöllunar berist verkefnastjóra stefnumótunar fh. stýrihóps.
Frestað.

Almenn erindi

2.2002458 - Garðlönd 2020

Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd Kópavogs 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagt fyrirkomulag og gjald fyrir garðlönd Kópavogs 2020.

Almenn erindi

3.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Gert grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá stýrihóp innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ eru lögð fram drög að aðgerðaáætlun innleiðingar Barnasáttmála Sameinu þjóðanna í Kópavogi og óskað eftir umsögnum.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við drög að aðgerðaáætlun innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi en gerir fyrirvara um að koma með ábendingar á síðari stigum málsins ef þörf krefur.

Almenn erindi

5.2001040 - Gjaldskilda á Hamraborgarsvæði

Lögð fram tillaga umhverfissviðs varðandi fyrirkomulag og gjaldskildu á Hamraborgarsvæði.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.