Umhverfis- og samgöngunefnd

125. fundur 07. apríl 2020 kl. 16:30 - 18:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Stýrihópur stefnumótunar Kópavogs óskar eftir umfjöllun um samantekt vinnustofu nefnda ráða sbr leiðbeinandi spurningar. Niðurstöður umfjöllunar berist verkefnastjóra stefnumótunar fh. stýrihóps.

Lagt fram á 124. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þar sem afgreiðslu málsins var frestað.
Þrátt fyrir að frestur til að skila inn ábendingum sé liðinn áskilur Umhverfis- og samgöngunefnd sér rétt til að skila inn ábendingum þar sem ekki var unnt að halda fund áður en frestur rann út sökum ástandsins í samfélaginu útaf Covid-19. Fjarfundur stóð nefndinni ekki til boða fyrr en eftir umræddan frest.

Almenn erindi

2.2004031 - Breyting á hámarkshraða

Lagðar fram tillögur að breytingum á hámarkshraða Austurkórs, Kóravegar og Salavegar í umferðarskipulagi Kópavogsbæjar. Tillögur að breytingum á hámarkshraða eru tilgreindar hér að neðan í lið 1 til 3. Tillögurnar hafa verið sendar til umsagnar umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem gerir ekki athugasemdir við neðangreindar tillögur að breytingum.

1.
Hámarkshraði á Austurkór verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 45 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
2.
Hámarkshraði á Kóravegi verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 56 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
3.
Hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem tengibraut/safngata með 50 km hraðatakmörk. Umferðarmæling frá 2017 sýnir að algengasti hraði (V85) er 57 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Gatan er ákaflega sambærileg Kóravegi í uppbyggingu og virkni og því eru skilgreiningar í umferðarskipulagi á Kóravegi sem íbúðagata og Salavegar sem safngötu lítið eitt furðulegar. Rétt eins og á Kóravegi liggja gönguleiðir skólabarna yfir götuna og fjöldi umferðaróhappa á slysakorti sambærilegur. Til að halda samræmi ætti því leyfður hámarkshraði ætti að vera sá sami á Salavegi og Kóravegi.
Frestað.

Almenn erindi

3.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Fyrirspurn frá Sigurði Sigurbjörnssyni, aðalmanni, þar sem nefndarmaður óskar eftir upplýsingar um, hversu miklum fjármunum var varið í kynningu á bílastæðasjóð 2019, hvar fór sú kynning fram, hversu margar voru kynningarnar. Sem sagt allt frá dreifimiðum, auglýsingum, samfélagsmiðlum, skiltum og eða öðru. Hvort það séu til formleg gögn um beiðnar íþróttarfélaganna um aðkomu bílastæðasjóðs á viðburði hjá þeim? dags. 14. janúar 2020.
Á 123. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar var málinu vísað til umsagnar umhverfissviðs fyrir næsta fund nefndarinnar.
Lögð fram umsögn umhverfissvið dags. 30.3.2020
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2001040 - Gjaldskilda á Hamraborgarsvæði

Lögð fram tillaga umhverfissviðs varðandi fyrirkomulag og gjaldskildu á Hamraborgarsvæði.

Lagt fram á 124. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þar sem afgreiðslu málsins var frestað.
Vísað til umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:00.