Umhverfis- og samgöngunefnd

127. fundur 05. maí 2020 kl. 08:00 - 09:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2004295 - Umhverfi menningarhúsa

Lögð fram tillaga að frágangi og útfærslu á gosbrunni við Menningarhúsin dags. 22. maí 2019 ásamt fylgigögnum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri var gestur undir þessum lið.

Almenn erindi

2.1706410 - Hælið og gamli Kópavogsbærinn. Frágangur lóða / umhverfi.

Frá gatnadeild kynning á tillögu að útfærslu á frágangi lóðar og nánasta umhverfis við Kópavogshælið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri var gestur undir þessum lið.

Almenn erindi

3.2004393 - Breyting á sorphirðusamþykkt m.t.t. djúpgáma

Lagðar fram leiðbeiningarit og kröfulýsing um fyrirkomulag djúpgáma í Kópavogi sem og uppfærð samþykkt um sorphirðu í Kópavogi þar sem bætt er inn nýrri grein um djúpgáma.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögu að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs, leiðbeiningarit og kröfulýsingu um fyrirkomulag djúpgám.

Önnur mál

4.2005047 - Gangbraut á gatnamót Vesturvarar og Bakkabrautar erindi frá Indriða Stefánssonar

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar um að gerð verði gangbraut við gatnamót Vesturvarar og Bakkabrautar dags. 4. maí 2020.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.