Lögð fram og kynnt drög að vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogsbæ, Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031 . Í vinnslutillögunni sem er dags. 18. maí 2020 kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 12 ára. Þá lögð fram og kynnt umferðarspá VSÓ ráðgjöf sem unnin er í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins, greinargerð dags. í apríl 2020. Í umferðarspánni eru settir fram útreikningar fyrir ástand umferðar árið 2019, umferðarspá fyrir skipulagstímabilið þ.e. til ársins 2030 og síðan fyrir 2030 þar sem rýnt er lengra inn í framtíðina. Ennfremur lagt fram og kynnt umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. maí 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Gestir fundarins eru:
Svanhildur Jónsdóttir og Grétar Mar Hreggviðsson, samgönguverkfræðingar VSÓ-ráðgjöf og Rúnar Dýrmundur Bjarnason, umhverfisfræðingur og fagstjóri umhverfismála hjá Mannviti.