Umhverfis- og samgöngunefnd

129. fundur 16. júní 2020 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.19081039 - Aðgerð og val á umhverfisviðurkenningum Umhverfis- og samgöngunefndar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur fram breytingartillögu á tillögu í minnisblaði sem er á þann veg að umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar 2020 verði afhentar 29. ágúst kl. 14. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir breytingartillögu einróma.

Almenn erindi

2.2005502 - Umhverfisviðurkenningar 2020

Farið yfir umhverfisviðurkenningar 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.20051316 - Hljóðvist, styrkir vegna umferðarhávaða.

Lögð fram tillaga að útfærslu og reglur um umsókn um styrk fyrir hljóðvist.
Frestað.

Almenn erindi

4.2005126 - Hraðatakmarkandi aðgerðir á Selhrygg - Tilraunaverkefni - erindi frá Andra Steini Hilmarssyni

Lagt fram erindi Andra Steins Hilmarssonar, formanns Umhverfis- og samgöngunefndar, varðandi tilraunaverkefni til að hægja á umferð á Selhrygg dags. 06.05.2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar verkefninu til úrvinnslu gatnadeildar.

Almenn erindi

5.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Kynnt staða máls.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.