Umhverfis- og samgöngunefnd

43. fundur 17. desember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður tæknisviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg
Dagskrá
Umhverfis- og samgöngunefnd kynnir til starfa nýjan umhverfisfulltrúa Bjarka Valberg og bjóðum við hann velkominn.

1.1311434 - Þríhnúkar, tímabundin aðstaða

Lagt er fram erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 26.11.2013.
Einnig er lagðar fram bókanir framkvæmdaráðs dags. 27.11.2013 og bæjarráðs 28.11.2013.

Framkvæmdaráð dags. 27.11.2013:
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 26. nóvember 2013, vegna umsókn 3H Travel ehf. um "leyfi fyrir móttöku ferðamanna til hellisskoðunar í Þríhnúkagíg." Gert er ráð fyrir lagningu rafstrengs ofanjarðar og gerð göngustígs að svæðinu. Í erindi Heilbrigðiseftirlitsins felst að á fundi heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þann 25. nóvember sl. var samþykkt "að kynna þessi áform fyrir heilbrigðisnefndum á höfuðborgarsvæðinu og Kópavogsbæ, til að kanna afstöðu þeirra fyrir næsta reglulegan fund nefndarinnar."
Framkvæmdaráð lýsir stuðningi við lagningu rafstrengs ofanjarðar og að gerður verði göngustígur að gígnum til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll og vísar málinu til afgreiðslu bæjaráðs.
Bókun fulltrúa Framsóknarflokks: Mitt mat er að starfsleyfi eigi að vera gefið út á Þríhnúka ehf. sem eru núverandi leyfishafar.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa stuðningi við bókunina.

Bæjarráð dags. 28.11.2013:
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Mitt mat er að starfsleyfi eigi að vera gefið út á Þríhnúka ehf. sem eru núverandi leyfishafar.
Ómar Stefánsson"
Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir taka undir bókun Ómars Stefánssonar.
Bæjarráð samþykkir að lýsa stuðningi við lagningu rafstrengs ofanjarðar og að gerður verði göngustígur að gígnum til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun bæjarráðs og leggur jafnframt til að kapall og stígur liggi samsíða.

2.1311422 - Frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál. Óskað eftir umsögn

Á fundi Bæjarráðs, dags. 28.11.2013, var málinu vísað til sviðstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
Skilafestur umsagna var 6.12.2013 sem var síðar framlengdur til 13.12.2013.
Sviðstjóri lagði fram umsögn í bæjarráði 12.12.2013.

Bókun bæjarráðs 12.12.2013. er eftirfarandi:
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. desember, tillaga að umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 29. nóvember sl.
Lagt fram.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Lögð er fram umsögn sviðstjóra umhverfissviðs um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.

Lögð er fram umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013 dags, 17.10.2013.

Erindi um umsögn frumvarps til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál barst þann 25.11.2013 með ósk um umsögn fyrir 6.12.2013 sem framlengt var til 13.12.2013. Erindið er tekið fyrir í bæjarráði 29.11.2013 og vísað til sviðstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar. Skjalaverði Alþingis á nefndarsviði var send tilkynning 6. desember að vænta mætti umsagnar frá Kópavogsbæ.

Kópavogsbær hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál um brottfall laga um náttúruvernd, nr.60/2013.

Lagt er til að nýtt lagafrumvarp muni að einhverju leyti byggja á þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum umhverfisráðuneytisins við endurskoðun löggjafar um náttúruvernd. Kópavogsbær hefur ekki fleiri athugasemdir við lagafrumvarpið en áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir á síðari stigum málsins.

Margrét Björnsdóttir og Kristján Oddsson samþykkja framlagða umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma framkomið frumvarp um að afturkalla í heild sinni náttúruverndarlög, nr. 60/2013 og telja slíkt mikla afturför hvað varðar náttúruvernd á Íslandi. Eðlilegra er að breyta einstökum ákvæðum laganna telji meirihluti Alþingis þörf á því.  Lögð er áhersla á að lagafrumvarp nr. 60/2013 (heildarlög) taki gildi og verði framfylgt.

 

Málinu vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:30.