Umhverfis- og samgöngunefnd

131. fundur 25. ágúst 2020 kl. 16:45 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Fundarhlé kl. 16:45
Fundi haldið áfram kl. 17:00

Almenn erindi

1.20051316 - Hljóðvist, styrkir vegna umferðarhávaða.

Lögð fram tillaga að útfærslu og reglur um umsókn um styrk fyrir hljóðvist. Á 129. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 16.6. 2020 var erindið tekið fyrir og var afgreiðsla nefndarinnar að fresta málinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar reglur að styrkjum vegna hljóðvistar í Kópavogi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar fjárhagsáætlunar.
Gestir: Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur af stjórnsýslusviði kl. 17.00.

Almenn erindi

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Umfjöllun um vinnudrög að fimm stefnumarkandi áætlunum. Auður Finnbogadóttir kynnir erindið.
Lagt fram og kynnt.
Gestir: Auður Finnbogadóttir - kl. 17.15.

Almenn erindi

3.1911457 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Á 111. fundi lista og menningarráðs var tekið fyrir erindi Bjarka Bragasonar varðandi umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð Kópavogsbæjar dags. 12.3.2020. Bjarki Bragason kynnti fyrir lista- og menningaráði hugmynd að útilistaverki í Kópavogi. Afgreiðsla lista- og menningarráðs var að líta jákvætt á erindið og óskað var eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um heppilegt landrými eða staðsetningu fyrir listaverkið og að nefndin myndi kalla á listamannin til að kynna hugmyndina fyrir henni.
Frestað.

Almenn erindi

4.2008291 - Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.

Lagt fram erindi frá íbúum Hraunbrautar varðandi ósk um að Hraunbraut verði gerð að botlangagötu og götunni lokað við Ásbraut dags. 29.6.2020.
Á 80. fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var erindið tekið fyrir og var afgreiðslu málsins frestað og var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur jákvætt að Hraunbraut verði gerð að botnlangagötu og að götunni verði lokað við Ásbraut. Um er að ræða bætt umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi.

Almenn erindi

5.2007830 - Beiðni um opnun Selbrekku

Lagt fram erindi Ólafar Björnsdóttur lóðarhafa í Selbrekku 16 þar sem óskað er eftir því að opnuð verði aftur aksturleið frá Túnbrekku inn í Selbrekku við hús nr. 2 í götunni. Þá lagt fram erindi og undirskriftir frá lóðarhöfum í götunni, að hluta.
Á 80. fundi Skipulagsráðs þann 17. ágúst 2020 var erindið tekið fyrir og var niðurstaða nefndarinnnar að fresta afgreiðslu málsins og erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu með vísan í umferðarskipulag Kópavogsbæjar 2012 og umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar 2012 með hliðsjón af sjónlengdum við gatnamót.

Almenn erindi

6.20081055 - Bílastæðasjóður. Beiðni um að bílastæðasjóður leggi gjöld á ólöglegar bifreiðastöður við Norðurturn

Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum Norðurturns, Hagasmára 3 um ósk að bílastæðasjóður Kópavogsbæjar leggi á stöðugjöld á ólöglegar bifreiðarstöður við Norðurturninn dags. 24. ágúst 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilraunaverkefni í eitt ár sem verður endurskoðað að ári liðnu og lagt fyrir nefndina.

Fundi slitið - kl. 19:00.