Umhverfis- og samgöngunefnd

132. fundur 08. september 2020 kl. 16:30 - 18:30 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2005502 - Umhverfisviðurkenningar 2020

Afhendar voru umhverfisviðurkenningar Umhverifs- og samgöngunefndar í Salnum.
Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu voru viðurkenningar með öðrum hætti en hefur verið.
Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgönunefndar og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri veittu viðurkenningarhöfum umhverfisviðurkenningar.
Vikuna eftir afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar götu ársins og afhendi viðurkenningu þess efnis til fjölbýlishúsahluta Lundar.

Almenn erindi

2.1911457 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Á 111. fundi lista og menningarráðs var tekið fyrir erindi Bjarka Bragasonar varðandi umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð Kópavogsbæjar dags. 12.3.2020. Bjarki Bragason kynnti fyrir lista- og menningaráði hugmynd að útilistaverki í Kópavogi. Afgreiðsla lista- og menningarráðs var að líta jákvætt á erindið og óskað var eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um heppilegt landrými eða staðsetningu fyrir listaverkið og að nefndin myndi kalla á listamannin til að kynna hugmyndina fyrir henni. Á 131. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. ágúst 2020 var erindið tekið fyrir og því frestað.
Frestað

Fundi slitið - kl. 18:30.