Umhverfis- og samgöngunefnd

57. fundur 02. desember 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1411371 - Raf- og rafeindatækjaúrgangur í Kópavogi

Lögð fram skýrsla um raf- og rafeindatækjaúrgang í Kópavogi dags. 11.11.2014.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt einróma.

2.1410609 - Grænir dagar í Kópavogi - Skipulag svæða

Lögð fram drög að aðgerðaáætlun fyrir Græna daga sumarið 2015 dags 27.11.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlögð drög og áframhaldandi vinnu að skipulagi framkvæmdar Grænna daga og fyrir sumarið 2015.

3.1409244 - 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir sumar 2015 dags 27.11.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða tillögu að framkvæmdaáætlun fyrir sumarið 2015.

4.1410259 - Hreinsunarátak á atvinnusvæðum í Kópavogi

Lögð fram minnisblað varðandi hreinsunarátaki í Aska- og Akralind dags. 28.11.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að annast hreinsunarátak í umræddum götum í samráði við fyrirtæki á svæðinu.

5.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Lagt fram minnisblað á fyrirliggjandi verkefnum umhverfis- og samgöngunefndar dags 27.11.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma áframhaldandi vinnu við kynnt fyrirliggjandi verkefni.

6.1409228 - Breiðahvarf - Umferðaskipulag - Umferðamál

Minnisblað varðandi framvindu á framkvæmdum við Breiðahvarf í samræmi við samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd 17.09.2014 og bæjarráði 3.10.2014.
Lagt fram og kynnt.

7.1405569 - Dalsmári 1,Smáraskóli - Foreldrafélag - Umferðamál

Lögð fram tillaga að útfærslu á aðskilnað á umferð að Smáraskóla og bílastæðum austan Kópavogsvallar í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 2.6.2014.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt einróma.

8.1411186 - Grenndargámar, útboð á þjónustu fyrir pappír, plast og gler

Lögð fram minnisblöð varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler dags. 27.11.2014.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að endurskoða þjónustu með grenndargáma og auka við sértæka söfnun.

9.1401719 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003

Lagt fram minnisblað um framvindu á markmiðssetningu um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi í samræmi við Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs dags 22.11.2014
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að leggja fram tímasetta framkvæmdáætlum um flokkun á plasti á næsta fundi nefndarinnar.
Hreggviður Norðdahl óskar eftir að mál varðandi gangbraut við Hábraut verði tekið á dagskrá undir önnur mál sem var samþykkt einróma.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að setja gangbraut á svæðinu.

Fundi slitið.