Lagt fram erindi frá Erlendi Geirdal varðandi tillögu um að Umhverfis- og samgöngunefnd hafi forgöngu um að sett verði upp sérstaka síðu á vef bæjarins sem tileinkuð yrði loftslagsmálum og ráðum gegn yfirvofandi vá af völdum hlýnunar jarðar. Vefsíðan væri bæjarbúum til fræðslu um hvað þeir geta gert til að minnka kolefnisspor sitt innan bæjarfélagsins, t.d. með þátttöku í verkefnum á vegum bæjarins, hvað hver getur gert í sínu nánasta umhverfi og hvað fyrirtæki geta gert dagsett 21. október 2020.