Umhverfis- og samgöngunefnd

134. fundur 24. nóvember 2020 kl. 16:30 - 18:47 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 30. október 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. október 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu með breytingum sem kynntar voru fyrir sitt leyti.

Almenn erindi

2.2010653 - Melahvarf, Dimmuhvarf. Upphaf framkvæmda við lagningu stíga og að opnu svæði skv. bréfi.

Lagt fram erindi íbúa við Melahvarf og Dimmuhvarf dags. 25. október 2020 varðandi framkvæmdir á opnu svæði milli Dimmuhvarfs og Melahvarfs þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fresta framkvæmdum þar til 1. mars 2021. Umhverfisviði falið að kynna gildandi skipulag fyrir íbúum og leita eftir tillögum með útfærslur á opnu svæði og frágang á stígum með íbúum í hverfinu. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.


Almenn erindi

3.2011510 - Breytingar á skiltum og umferðarrétti

Kynntar breytingar á umferðarrétti og bann við bifreiðastöðum á nokkrum stöðum í bænum.

Umhverfissvið samþykkir framlagðar tillögur að breytingu á umferðarrétti og bann á bifreiðastöðum. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Almenn erindi

4.2005181 - Hreinsunarátak Kársnesi 2018-2020

Lögð fram tillaga dags. 20 nóvember að því að farið verði í afmarkað hreinsunarátak á Kársnesi.
Umhverfissvið samþykkir framlagðar tillögur að hreinsunarátaki á Kársnesi. Kostnaðarliðir rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.

Almenn erindi

5.1408478 - Umhverfisverkefni

Árið 2016 var hafist handa að frumkvæði skipulagsstjóra uppsetning auðkenningar á gönguleiðum skólabarna í Kópavogi og samþykkt var að setja upp á staura með lýsingu á tveimur stöðum í Kópavogi. Helstu gönguleiðir grunnskólabarna í Kópavogi eru fengnar með árlegri leiðarvalskönnun þar sem nemendur merkja inn þeir leiðir sem gengið er til skóla. Verkefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur og í nú er komið að næsta áfanga verkefnisins þar sem bætt við staurum við sjö staðsetningar við grunnskóla í Kópavogi. Gert grein fyrir stöðu mála. Lögð fram tillaga dags. 20. nóvember 2020 að sjö staðsetningum auðkennis fyrir gönguleið skólabarna í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar staðsetningar og vísað til afgreiðslu umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 18:47.