Umhverfis- og samgöngunefnd

137. fundur 23. febrúar 2021 kl. 16:30 - 18:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2101495 - Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar - skýrsla

Lögð fram skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu ásamt minnisblaði starfshóps SSH um málið. Erindið var lagt fyrir bæjarráð 28. janúar síðastliðinn þar sem því var frestað til að vera lagt fram í ráðum og nefndum sveitarfélagsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að samræma flokkun á höfuðborgarsvæðinu og samþykkir framlagða tillögu að leið A1. Nefndin leggur áherslu á fjóra strauma úrgangsflokkunar, sérsöfnun við heimili og að það verði samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Almenn erindi

2.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi skv. greinargerð garðyrkjustjóra dags. 30. nóvember. Á fundi bæjarráðs 10. desember 2020 var samþykkt að vísa aðgerðaráætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar framlagða skýrslu og gerir ekki athugasemdir við hana.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að fækka leiksvæðum og byggja upp stærri leiksvæði í hverju hverfi þar sem hugað er að gæðum og framboð af fjölbreyttum leiktækjum fyrir breiðan aldurshóp. Hugað verði sérstaklega að öryggi á leiksvæðum í Kópavogi og jafnframt áhersla lögð á góðan frágang á leiksvæðum sem eru aflögð.

Fundi slitið - kl. 18:00.