Umhverfis- og samgöngunefnd

139. fundur 16. mars 2021 kl. 16:30 - 18:54 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varamaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varamaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra íbúatengsla lögð fram tillaga að verkefnisáætlun um innleiðingu Loftlagsstefnu Kópavogsbæjar dags. 4. mars 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að verkefnisáætlun Loftlagsstefnu Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

2.2006460 - Lakheiði, Lækjarbotnar. Skógræktaráætlun 2020.

Lögð fram að nýju skógræktaráætlun Kópavogs. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14 júní 2020 kynnti Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands drög að skógræktaráætlun. Málið var lagt fram og kynnt. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 2. febrúar 2021 voru lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Skógræktinni, Landgræðslunni, Forsætisráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Þá er lagt fram minnisblað garðyrkjustjóra dags. 10. mars 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Almenn erindi

3.2103448 - Garðlönd - Fyrirkomulag og gjald 2021

Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd Kópavogs 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd árið 2021. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2103449 - Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2021

Frá Garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að framkvæmdum á útivistarsvæðum í Kópavogi 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að framkvæmdum á útivistarsvæðum í Kópavogi fyrir árið 2021.

Almenn erindi

5.2102747 - Smárahvammsvegur. Götuskipulag.

Lögð fram og kynnt tillaga að breyttu skipulagi Smárahvammsvegar. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf er dags. í febrúar 2021.
Svanhildur Jónsdóttir umferðar- og samgönguverkfræðingur gerir grein fyrir tillögunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnið verði áfram á grundvelli framlagðrar tillögu og vísar málinu til afgreiðslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.2103210 - Ósk um samstarf við lagfæringar og merkingar á gönguleiðum við Elliðavatn og út frá Guðmundarlundi

Frá Markaðsstofu Kópavogsbæjar lagt fram erindi um ósk um samstarf við lagfæringar og merkingar á gönguleiðum við Elliðavatn og út frá Guðmundarlundi. Markaðsstofa Kópavogs hefur fengið syrk úr nýsköpunarsjónum SÓLEY, sjóði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Styrkurinn er veittur vegna verkefnisins "Hiking Haven - Gönguleiðir og kort". Styrknum frá Sóley verður varið til að fjármagna hluta af kostnaði við merkingar og til kortagerðar dags. 4. mars 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.1803859 - Brúarhandrið á brú á Digranesvegi

Kynntar verða mögulegar útfærslur á brúarhandriðum á brúm yfir Hafnarfjarðarveg á Digranesvegi og Hamraborg. Til að uppfylla öryggisskilyrði þarf Vegagerðin að bæta árekstursstyrk handriða á brúnum sem í dag fullnægja ekki kröfum um öryggi og styrk.
Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að útfærslu á brúarhandriðum á brúm yfir Hafnafjarðarveg á Digranesvegi og Hamraborg.

Almenn erindi

8.2103430 - Smiðjuvegur. Breyting á gönguþverun

Lögð fram tillaga að breytingu á Smiðjuvegi við gönguþverun við Fossvogsbrún til að auka öryggi vegfarenda yfir götuna. Samhliða verður lokað á vinstri beygju inn á Smiðjuveg þar sem óhöpp hafa verið tíð.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar breytingar á gönguþverun á Smiðjuvegi við Fossvogsbrún. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:54.