Lögð fram að nýju skógræktaráætlun Kópavogs. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14 júní 2020 kynnti Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands drög að skógræktaráætlun. Málið var lagt fram og kynnt. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 2. febrúar 2021 voru lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Skógræktinni, Landgræðslunni, Forsætisráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Þá er lagt fram minnisblað garðyrkjustjóra dags. 10. mars 2021.