Lagðar fram tillögur að breytingum á hámarkshraða Austurkórs, Kóravegar og Salavegar í umferðarskipulagi Kópavogsbæjar. Tillögur að breytingum á hámarkshraða eru tilgreindar hér að neðan í lið 1 til 3. Tillögurnar hafa verið sendar til umsagnar umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem gerir ekki athugasemdir við neðangreindar tillögur að breytingum.
1.
Hámarkshraði á Austurkór verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 45 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
2.
Hámarkshraði á Kóravegi verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 56 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
3.
Hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem tengibraut/safngata með 50 km hraðatakmörk. Umferðarmæling frá 2017 sýnir að algengasti hraði (V85) er 57 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Gatan er ákaflega sambærileg Kóravegi í uppbyggingu og virkni og því eru skilgreiningar í umferðarskipulagi á Kóravegi sem íbúðagata og Salavegar sem safngötu lítið eitt furðulegar. Rétt eins og á Kóravegi liggja gönguleiðir skólabarna yfir götuna og fjöldi umferðaróhappa á slysakorti sambærilegur. Til að halda samræmi ætti því leyfður hámarkshraði ætti að vera sá sami á Salavegi og Kóravegi.
Erindið var tekið fyrir á 125. fundi Umhverfis- og samgönugnefndar 7. apríl 2020 og var afgreiðslu málsins frestað.