Umhverfis- og samgöngunefnd

140. fundur 04. maí 2021 kl. 16:30 - 18:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varamaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2001040 - Gjaldskylda á Hamraborgarsvæði.

Á 136. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 2. febrúar 2021 var kynnt staða á máli varðandi gjaldskyldu í Hamraborg. Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að hefja gjaldtöku á svæðinu. Vísað til nánari útfærslu á valkostum 1 og 2 og frekari kynningar frá Umhverfissviði á næsta fundi nefndarinnar. Kynning á nánari útfærslu á valkostum 1 og 2.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Fannar Örn Þorbjörnsson og Bjarni Ágústsson fyrir kynninguna. Afgreiðslu frestað.
Gestir: Fannar Örn Þorbjörnsson og Bjarni Ágústsson kl. 16:30

Almenn erindi

2.2004031 - Breyting á hámarkshraða

Lagðar fram tillögur að breytingum á hámarkshraða Austurkórs, Kóravegar og Salavegar í umferðarskipulagi Kópavogsbæjar. Tillögur að breytingum á hámarkshraða eru tilgreindar hér að neðan í lið 1 til 3. Tillögurnar hafa verið sendar til umsagnar umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem gerir ekki athugasemdir við neðangreindar tillögur að breytingum.

1.
Hámarkshraði á Austurkór verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 45 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
2.
Hámarkshraði á Kóravegi verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem gata/íbúðagata með 30 km hraðatakmörk. Umferðarmæling sýnir að algengasti hraði (V85) er 56 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Þar sem svo virðist að ökumenn virði lítið núverandi hámarkshraða eru væntingar um að ef settur yrði raunhæfari hámarkshraði í götunni, að ökumenn beri meiri virðingu fyrir skiltuðum hámarkshraða og hraðakstur vonandi minnki í kjölfarið.
3.
Hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Gatan er skilgreind í umferðarskipulagi sem tengibraut/safngata með 50 km hraðatakmörk. Umferðarmæling frá 2017 sýnir að algengasti hraði (V85) er 57 km/klst. Gatan er 7 m breið, með 1,5 m svæði á milli götu og gönguleiða, upphækkuðum gangbrautum og þrengingum. Gatan er ákaflega sambærileg Kóravegi í uppbyggingu og virkni og því eru skilgreiningar í umferðarskipulagi á Kóravegi sem íbúðagata og Salavegar sem safngötu lítið eitt furðulegar. Rétt eins og á Kóravegi liggja gönguleiðir skólabarna yfir götuna og fjöldi umferðaróhappa á slysakorti sambærilegur. Til að halda samræmi ætti því leyfður hámarkshraði ætti að vera sá sami á Salavegi og Kóravegi.
Erindið var tekið fyrir á 125. fundi Umhverfis- og samgönugnefndar 7. apríl 2020 og var afgreiðslu málsins frestað.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar því að hámarkshraði á Austurkór verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst, hafnar því að hámarkshraði á Kóravegi verði hækkaður frá að vera 30 km/klst. í 40 km/klst og samþykkir að hámarkshraði á Salavegi verði lækkaður úr 50 km/klst. í 40 km/klst. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2104706 - Framkvæmdaáætlun göngu- og hjólastíga

Lagt fram til kynningar, framkvæmdaáætlun til 2026 fyrir gerð og endurnýjun göngu- og hjólastíga í Kópavogi.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

4.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Farið yfir fyrirliggjandi verkefni Umhverfis- og samgöngunefndar sumarið 2021.
Gert grein fyrir verkefnum sumarsins 2021.

Fundi slitið - kl. 18:30.