Umhverfis- og samgöngunefnd

146. fundur 19. október 2021 kl. 16:30 - 18:52 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2110431 - Mögulegar sparnaðarbreytingar á þjónustu Strætó bs. í Kópavogi

Valgerður Gréta Benediktsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir, samgöngusérfræðingar hjá Strætó bs, og Karen E. Halldórsdóttir, fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Strætó bs. kynna mögulegar sparnaðarbreytingar á þjónustu Strætó bs. í Kópavogi.
Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari kynningu á sparnaðarbreytingum á þjónustu strætó bs. í Kópavogi og samanburð við önnur sveitarfélög.

Almenn erindi

2.2001040 - Gjaldskylda á Hamraborgarsvæði.

Kynning frá Easypark varðandi mögulega útfærslu á gjalskyldu á Hamraborgarsvæði við Hamraborg 1-11.
Frestað.

Almenn erindi

3.2108897 - Ósk um umsögn eða athugasemdir við drónaflug til afhendingar í Kópavogi

Frá deildarstjóra gatnadeildar dags. 13. september 2021 lögð fram umsögn umhverfissviðs um drónaflug við heimsendingar í Kópavogi. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sinum þann 23.09.2021. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en telur sér ófært að afgreiða það fyrr en ný reglugerð liggur fyrir. Maron Kristófersson hjá AHA kynnir fyrirkomulag heimsendinga með drónum.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið sem er í samræmi við þróun um að draga úr losun gróðurhúsaloftlagstegunda að því gefnu að tilskilin leyfi séu til staðar og hugað sé að öryggisþáttum.

Almenn erindi

4.2109683 - Fundir nefnda og ráða

Frá lögfræðideild, dags. 30. september 2021 lögð fram umsögn varðandi þóknanir fyrir fundi nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.
Á 185. fundi Forsætisnefndar var samþykkir að senda umsögnina á allar nefndir/ráð til upplýsinga og áréttingar, með beiðni um að málið verði tekið á dagskrá viðkomandi nefndar/ráðs.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2110009 - Glaðheimar, loftgæðamælir

Lögð fram umsögn umhverfisfulltrúa um val á loftgæðamæli og umfjöllun um loftgæði á Glaðheimum vestur dags. 4. október 21 ásamt verðtilboði í loftgæðamæli frá Heilbrigðiseftirliti Hafnafjarðar og Kópavogssvæði dags. 4. október 21.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu um kaup á Airpointer loftgæðamæli. Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Erindið var tekið fyrir á 129. fundi Umhverfis og samgöngunefndar 16. júní 2020. Deildarstjóri gatnadeildar kynnir stöðu mála varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

7.2110175 - Skólagarðar við Kópavogsbraut

Lagt fram erindi frá gatnadeild varðandi að útbúinn verður nýr skólagarður við Kópavogsbraut.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögu að nýjum skólagarði við Kópavogsbraut.

Almenn erindi

8.2109697 - Stöðu mála og tiltekt á Kársnestá erindi frá Hreiðari Oddssyni

Lagt fram erindi frá Hreiðari Oddssyni varðandi stöðu mála og tiltekt á Kársnestá dags. 7. júní 2021.
Lagt fram og umræður.

Almenn erindi

9.2109696 - Reglur um umgengni og eftirfylgni við byggingarlóðir og fyrirtækjalóðir erindi frá Hreiðari Oddssyni

Lagt fram erindi frá Hreiðari Oddssyni varðandi reglur um umgengni og eftirfylgni við byggingarlóðir og fyrirtækjalóðir dags. 7. júní 2021.
Vísað til umhverfissviðs að taka saman reglur um umgengni og eftirfylgni við byggingarlóðir og fyrirtækjalóðir í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 18:52.