Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl 2011 var greint frá því að hafin er á ný vinna við endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs og Staðardagskrá 21. Farið verður yfir tímaáætlunina og verksvið nefndarinnar. Samþykkt hefur verið að halda kynningarfund fyrir íbúa og hagsmunaaðila í apríl. Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrá 21.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var óskað eftir samstarfi við umhverfis- og samgöngunefnd um endurskoðun SD21 og óskað eftir greinargerð um vinnu og verkferli við verkefnið.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 voru lögð fram umbeðin gögn. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn frá eftirfarandi lögboðnum umsagnaraðilum Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingarstofnun, Vegagerðinni, Fornleifavernd ríkisins, Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Seltjarnarneskaupstað,Sveitarfélagingu Álftanes og Sveitarfélaginu Ölfus um verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfislýsingu að endurskoðuðu aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 fyrir 7. júní 2011. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun dags. 19. maí 2011, Vegagerðinni dags. 30. maí 2011, Fornleifavernd ríkisins dags. 7. júní 2011, Siglingastofnun dags. 1. júní 2011, Seltjarnarnesbæ dags. 19. maí 2011, Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 20. maí og 30. maí 2011, Mosfellsbæ dags. 17. maí og 18. maí 2011, frá Reykjavíkurborg dags. 6. júní 2011 og frá Hafnarfjarðarbæ dags. 6. júní 2011.
Einnig voru lagðar fram niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru í Vatnsendaskóla 19. maí 2011 og í Salaskóla 26. maí 2011 með rýnihópum úr Hvörfum, Þingum, Kórum, Sölum og Lindum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnið verði skilti fyrir bæjarverndaða svæðið við Siglingastofnun.