Umhverfis- og samgöngunefnd

5. fundur 20. júní 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1106074 - Samgönguáætlun 2011- 2022

Þorsteinn R. Hermannsson frá Innanríkisráðuneytinu kom á fundinn og kynnti skýrslu starfshóps um grunnnet almenningssamgangna og hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu.

Tryggvi Þórðarson mætir á fund kl. 17.17.

 

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna.

2.1009170 - Flesjakór, beiðni um tvær hraðahindranir í götuna

Lagt var fram erindi íbúa við Flesjakór dags. 18. maí 2011 þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu máls. Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 lagði nefndin það til að skoða ætti hvort hægt væri að setja þrengingu í götuna.

Ekki er hægt að verða við beiðni um hraðahindrun í götuna að svo stöddu. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.

3.1105332 - Grandahvarf, hraðahindranir

Lagt var fram erindi frá Hverfisfélagi Grandahvarfs dags. 17. maí 2011 þar sem óskað er eftir því að fá hraðahindrun í götuna.

Erindinu er hafnað en umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.

4.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnum akstur.

Á fundi bæjarráðs 19. maí 2011 var umhverfis- og samgöngunefnd falið að fjalla um gegnum akstur við Dalveg 6-8 með tilliti til umferðaröryggissjónarmiða.

Nefndin telur nauðsynlegt til að létta á umferð um Dalveg að lóðarhafi Dalvegar 6-8 gangi frá vegtengingu í gegn um lóðina eins og kvöð og skipulag segir til um.

5.1105496 - Hraðakstur í Sólarsölum

Lagt var fram erindi dags. 20. maí 2011 frá íbúa við Sólarsali. Í erindinu var óskað eftir frekari aðgerðum til að draga úr hraðaakstri í götunni.

Erindinu er hafnað en umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.

6.1105518 - Álftröð, merkingar

Lagt var fram erindi frá lóðarhafa í Álftröð dags. 3. maí 2011 þar sem óskað var eftir betri umferðarmerkingum í götuna.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að láta bæta einstefnuakstursmerkingar í götunni.

7.1105059 - Hlíðarvegur, biðskylda

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 var lagt fram erindi frá Erlingi Jónassyni dags. 19. apríl 2010 þar sem óskað var eftir því að biðskyldumerki við Hlíðarveg yrði fært.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að umhverfissvið kanni málið og svari erindinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 var lögð fram tillaga að breyttu umferðarskipulagi við Hlíðarveg/ Vogatungu.

Hafnað.

8.1009149 - Austurkór, hraðahindrun

Lögð voru fram erindi frá Kristni Helgasyni dags. 31. maí 2011 og Hrönn Jónasdóttur dags. 18. maí 2011 þar sem óskað er eftir hraðatakmarkandi aðgerðum í Austurkórnum.

Samþykkt enda samkvæmt umferðarskipulagi hverfisins og vísað til umhverfissviðs til úrvinnslu.

9.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var umhverfissviði falið að annast undirbúning málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl voru kynntar viðurkenningar frá síðasta ári.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að vinna áfram að málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 voru lagðar fram tillögur að tilnefningum.
Málið rætt og umhverfissvið vinnur áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. maí 2011 var málið lagt fram á ný.
Unnið verður áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 var lagður fram listi yfir viðurkenningarhafa ársins 2011.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilnefningarnar og vísar tilnefningu um götu ársins til bæjarstjórnar.

10.1104068 - Fróðleiksskilti 2011

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl 2011 voru lagðar fram tillögur að næstu fróðleiksskiltum í Kópavogi.
Málið rætt og verður afgreitt á næsta fundi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnið verði skilti fyrir bæjarverndaða svæðið við Siglingastofnun.

11.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Á fundi umhverfisráðs 25. janúar 2010 var lögð fram tillaga að stefnumörkun í umhverfismálum í Kópavogi dags. 21. janúar 2010. Í tillögunni koma fram ýmis átaksverkefni sem marka framtíðarsýn umhverfismála í Kópavogi. Umhverfisráð felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að henni.
Á fundi umhverfisráðs 22. febrúar 2010 var tillaga að umhverfisyfirlýsingu Kópavogs, umhverfisstefnu og áætlun til næstu ára lögð fram.
Lagt fram til kynningar og vinnufundur ákveðinn 15. mars 2010.
Á fundi umhverfisráðs 29. mars 2010 var staða málsins kynnt.
Umhverfisfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram ný drög af umhverfisstefnu Kópavogs samkvæmt tillögu vinnuhópsins. Óskað eftir athugasemdum og tillögum fyrir næsta fund.
Á fundi umhverfisráðs 3. maí 2010 eru drögin lögð fram á ný.
Drög að umhverfisstefnu Kópavogs lögð fram og rædd.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 eru ný drög að umhverfisstefnu Kópavogsbæjar lögð fram.
Umhverfisráð samþykkir umhverfisstefnu Kópavogsbæjar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 9. desember 2010 var umhverfisstefna Kópavogs samþykkt en bæjarráð óskaði umsagna nefnda og ráða bæjarins áður en stefnan færi til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 var lögð fram endurskoðuð umhverfisstefna með hliðsjón af athugasemdum sem bárust frá nefndum og ráðum Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir umhverfisstefnuna og vísar henni til bæjarstjórnar.

12.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi umhverfisráðs 15. nóvember 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. nóvember 2010. Erindið fjallar um umgengni á atvinnusvæðum á Kársnesi.
Umhverfisráð felur Skipulags- og umhverfissviði að fylgja eftir bréfi Heilbrigðiseftirlits, með áskorun til lóðarhafa um bætta umgengni.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var lögð fram úttekt á Kársnesinu og minnisblað um framvindu verkefnisins.
Umhverfis- og samgöngunefndar fól sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að tryggt verði fjármagn í áframhaldandi umhverfisvöktun Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í Kópavogi og vísar í niðurstöður hreinsunarverkefnis í vetur.

13.1106014 - Vinnudrög að nýrri byggingarreglugerð. Óskað eftir umsögn.

Lagt var fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 30. maí 2011 þar sem óskað var umsagnar frá Kópavogsbæ vegna endurskoðunar á byggingarreglugerð. Frestur er til 15. ágúst. Lögð var fram tillaga að umsögn vegna byggingarreglugerðar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög að umsögn og vísar þeim til sviðsstjóra umhverfissviðs.

14.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 kallaði nefndin eftir því að fá formlega niðurstöðu úr tilraunaverkefninu um sorpflokkun á Nónhæð. Lögð var fram skýrsla umhverfissviðs Íslenska gámafélagsins, maí 2011.

Málið kynnt og rætt.

15.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl 2011 var greint frá því að hafin er á ný vinna við endurskoðun á Aðalskipulagi Kópavogs og Staðardagskrá 21. Farið verður yfir tímaáætlunina og verksvið nefndarinnar. Samþykkt hefur verið að halda kynningarfund fyrir íbúa og hagsmunaaðila í apríl. Umhverfisfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrá 21.
Á fundi skipulagsnefndar 17. maí 2011 var óskað eftir samstarfi við umhverfis- og samgöngunefnd um endurskoðun SD21 og óskað eftir greinargerð um vinnu og verkferli við verkefnið.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 voru lögð fram umbeðin gögn. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn frá eftirfarandi lögboðnum umsagnaraðilum Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingarstofnun, Vegagerðinni, Fornleifavernd ríkisins, Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Seltjarnarneskaupstað,Sveitarfélagingu Álftanes og Sveitarfélaginu Ölfus um verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfislýsingu að endurskoðuðu aðalskipulagi og Staðardagskrá 21 fyrir 7. júní 2011. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun dags. 19. maí 2011, Vegagerðinni dags. 30. maí 2011, Fornleifavernd ríkisins dags. 7. júní 2011, Siglingastofnun dags. 1. júní 2011, Seltjarnarnesbæ dags. 19. maí 2011, Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 20. maí og 30. maí 2011, Mosfellsbæ dags. 17. maí og 18. maí 2011, frá Reykjavíkurborg dags. 6. júní 2011 og frá Hafnarfjarðarbæ dags. 6. júní 2011.
Einnig voru lagðar fram niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru í Vatnsendaskóla 19. maí 2011 og í Salaskóla 26. maí 2011 með rýnihópum úr Hvörfum, Þingum, Kórum, Sölum og Lindum.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög að greinargerð um vinnu og verkferli við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs og Staðardagskrár 21.

16.1005063 - Þríhnúkagígur.

Haldinn var samráðsfundur með umhverfis- og samgöngunefnd, skipulagsnefnd, menningar- og þróunarráði, stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þann 30. maí 2011 þar sem forsvarsmenn Þríhnúka kynntu verkefnið: Þríhnúkagígur. Aðgengi ferðamanna. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun. Tillaga að matsáætlun er komin út og lýkur athugasemdafresti 21. júní 2011. Lögð eru fram drög að umsögn um matsáætlun vegna Þríhnúka.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög að umsögn.

17.1106063 - Aðgerðir gegn lúpínu og skógarkerfli

Lagt var fram bréf dags. 6. júní 2011 frá Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem óskað er upplýsinga frá sveitarfélaginu um útbreiðslu ágengra tegunda og vinnu við upprætingu þeirra.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur garðyrkjustjóra að svara bréfinu.

18.1106016 - Lausar kanínur í Kópavogi

Lagt var fram til kynningar mál um lausar kanínur í Kópavogi. Um sífellt stærra vandamál er að ræða og herja þær á matjurtagarða, opin svæði og einkalóðir, bæði hefur orðið vart við þær í Guðmundarlundi og í Fossvogsdalnum, austan megin.

Málið rætt og samþykkt að skoða það aftur í haust þegar frekari gögn hafa borist um málið.

19.1101859 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2011

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27. apríl 2011 var lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.