Umhverfis- og samgöngunefnd

148. fundur 21. desember 2021 kl. 16:30 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Lögð fram drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu í samráðsferli. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar 16. nóvember síðastliðinn. Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum, gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Lögð fram drög að loftlagsstefnu Kópavogs dags. 15. desember 2021. Sigrún María Kristinsdóttir, Auður Finnbogadóttir, Jakob Sindri Þórsson og Encho Plamenov Stoyanov gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1909529 - Strætó. Breyting á leiðakerfi.

Kynning frá Strætó bs. um nýtt leiðanet. Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir frá Strætó bs. gerðu grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2110431 - Mögulegar sparnaðarbreytingar á þjónustu Strætó bs. í Kópavogi

Kynning frá strætó um breytingar á þjónustu. Málinu var frestað á fundi nefndarinnar þann 19. okt. og óskað eftir frekari kynningu. Sólrún Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir frá Strætó bs. gerðu grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindi Strætó bs.
Nefndarmenn telja ekki hafa verið sýnt fram á að tillögurnar nægi til þess að loka rekstrargati Strætó bs. vegna covid-faraldursins og koma verst niður á Kópavogsbúum af íbúum höfuðborgarsvæðisins.

Almenn erindi

5.2112247 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

Kynning á stöðu samræmingar úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu. Birkir Rútsson gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram á ný tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu með ljósastýrðum plan gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir veginn. Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg næst fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs ? athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi við veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og norðvestur hluta hans þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.2110128 - Smárahvammsvegur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ er dags. 15. október 2021. Uppdrættir og greinargerð í mkv. 1:1000 dags. 15. október 2021. Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 samþykkti skipulagsráð, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 14. desember 2021. Þá lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 17. desember 2021.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.2112024 - Trönuhjalli, bifreiðastöður í götu

Farið yfir reglur og áskoranir tengt bifreiðastöðum í húsagötum í Hjallahverfi
Frestað.

Fundi slitið - kl. 19:00.