Umhverfis- og samgöngunefnd

150. fundur 15. mars 2022 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varamaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varafulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Áframhaldandi umræða vegna draga af loflagsstefnu Kópavogs. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar til frekari vinnslu. Encho Plamenov Stoyanov, Auður Finnbogadóttir, Jakob Sindri Þórsson og Sigrún María Kristinsdóttir gera grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að setja drög að loftlagsstefnu Kópavogs í
áframhaldandi meðferð innan stjórnsýslunnar og að drögin verði sett í umsagnarferli fyrir ráð og nefndir

Almenn erindi

2.2203787 - Borgarlínan í Kópavogi.

Lögð fram kynning verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni um stöðu vinnu við 1. lotu Borgarlínu í Kópavogi. Arndís Ósk Arnalds verkefnastjóri og Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson samgönguverkfræðingur gera grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.2110841 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 2. Leiðarval.

Lagt fram að nýju minnisblað um valkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi frá Hamraborg að Smáralind. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021, er unnið af Verkefnastofu Boargarlínu hjá Vegagerðinni í samráði við Strætó bs. og umhverfissvið Kópavogsbæjar. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 16. nóvember 2021 var minnisblaðið lagt fram og kynnt, afgreiðslu málsins var frestað.
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd lítur svo á að miðað við fyrirlyggjandi upplýsingar sé valkostur 1 ákjósanlegri en valkostur 2.

Almenn erindi

4.2202180 - Arnarnes, samgöngustígur með Hafnarfjarðarvegi, breytt deiliskipulag. Umsögn Umhverfissviðs

Lögð fram umsögn Umhverfissviðs Kópavogs varðandi breytingu Garðabæjar á að skilgreining stofnstígs verði breytt í samgöngustíg, með aðgreindri umferð hjólreiða annars vegar og gangandi hins vegar með tilkomu breytingu á deiliskipulag Arnarness.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi

Kynning á fyrirhugaðri breikkun stígar meðfram Lindarvegi á milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2001040 - Gjaldskylda á Hamraborgarsvæði.

Fyrirspurn nefndarfulltrúa Sigurðar Sigurbjörnssonar um umgengni í Hamraborg og stöðu gjaldtöku á Hamraborgarsvæðinu
Greint frá stöðu mála. Umræður.

Almenn erindi

7.1904552 - Flokkunartunnur við fjölfarna staði erindi frá Indriða Stefánssyni

Staða máls varðandi flokkunartunnur við fjölfarna staði. Málið var til umfjöllunar á 121. fundi nefndarinnar 19. nóvember 2019
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.