Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 27.maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021, um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum.
Jafnframt er lögð fram að nýju umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma sem lauk 17. september 2021.
Þá lögð fram greinargerð dags. 29. apríl 2022 um afgreiðslu leyfis í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. apríl 2022 um feril málsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar kynninguna og ítrekar að virkni kerfisins sé góð og upplifun notenda hvetji til notkunar almenningssamgangna.