Umhverfis- og samgöngunefnd

152. fundur 03. maí 2022 kl. 16:30 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2203369 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Virkni Klapp appsins

Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um virkni Klapp appsins. Fulltrúar Strætó verða gestir undir þessu máli.
Lagt fram og kynnt.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar kynninguna og ítrekar að virkni kerfisins sé góð og upplifun notenda hvetji til notkunar almenningssamgangna.

Almenn erindi

2.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 27.maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021, um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum.
Jafnframt er lögð fram að nýju umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma sem lauk 17. september 2021.
Þá lögð fram greinargerð dags. 29. apríl 2022 um afgreiðslu leyfis í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. apríl 2022 um feril málsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt og framkvæmd sú sem lýst er í matsskýrslu dags. í júní 2009. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur jafnframt tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sjá nánar í greinargerð framkvæmdaleyfis dags. 29. apríl 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim takmörkunum að aðeins sé um lagningu vegarins að ræða og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðari áföngum og fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland.

Almenn erindi

3.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Staða mála við gerð hjólabrettarskálar í Kópavogi
Lagt fram og kynnt

Umhverfis- og samgöngunefnd harmar töf á gerð hjólabrettaskálar og vísar til umhverfissviðs að skálinni verði fundinn nýr staður sem fyrst og að fjármagn verði tryggt við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Almenn erindi

4.2007830 - Beiðni um opnun Selbrekku

Áframhaldandi umræður varðandi ósk um að gerðar verði breytingar á aðkomu að Selbrekku frá Túnbrekku.
Lagt fram

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir aðkomu umferðarsérfræðings til að skoða hvaða lausnir eru mögulegar til að bæta vetrarakstur milli Túnbrekku og Selbrekku.

Fundi slitið - kl. 18:30.