Umhverfis- og samgöngunefnd

156. fundur 20. september 2022 kl. 16:30 - 18:55 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2109582 - Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033

Frá verkefnastjórn á samstarfsvettvangi sorpsamlaga á suðvesturhluta landsins, dags. 14. janúar 2022, lögð fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022-2033. Teitur Gunnarsson og Páll Guðjónsson kynna fyrir hönd verkefnastjórnar sorpsamlaganna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin mælir með að jafnframt verði horft verði til kostnaðar og mögulegra tekna í tengslum við svæðisáætlun um meðhöndlum úrgangs.

Almenn erindi

2.2208338 - Vatnsendahæð- Vatnsendahvarf, breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram með tilvísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulagsdeildar að skipulagslýsingu dags. 15. september 2022 vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf.
Breytingarnar eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðasvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt.
Einnig lagt fram minnisblað menntasviðs vegna fjölgunar nemenda, dags. 1. sept. 2022. Auður Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi kynnir.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.2002676 - Innleiðing heildarstefnu Kópavogsbæjar

Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar, kynnir vinnu við innleiðingu heildarstefnumótunar Kópavogsbæjar.
Frestað til næsta fundar

Almenn erindi

4.22067532 - Rafhleðsla ökutækja í Kópavogi.

Lögð fram umsögn umhverfissviðs varðandi erindi Hákons Gunnarssonar um stefnu Kópavogsbæjar varðandi uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Málinu var frestað á síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er gert ráð fyrir aukningu á fjölda rafknúinna ökutækja á skipulagstímabilinu. Það er grundvallaratriði og jafnréttismál að bæjaryfirvöld marki sér nú þegar stefnu sem tryggi aðgengi allra Kópavogsbúa að rafhleðslustöðvum burtséð frá efnahag.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að umhverfissvið fylgi eftir þeirri vinnu sem þegar hefur verið farið í hvað varðar skilgreingu rafhleðslustæða og leitað verði eftir áhugasömum rekstraraðilum varðandi uppsetningu og rekstur af rafhleðslustöðvum fyrir almenning í landi Kópavogs.

Almenn erindi

5.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Lagðar fram tillögur að staðsetningum á hjólabrettaskál í Kópavogi.
Frestað til næsta fundar

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

6.2207285 - Fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi

Lögð fram umsögn umhverfissviðs varðandi hundasvæði í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var tekið fyrir erindi frá bæjarbúa varðandi hundasvæði í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 25. ágúst var lögð fram umsögn umhverfissviðs og vísaði bæjarráð málinu til umhverfis- og samgöngunefndar í kjölfarið.
Frestað til næsta fundar

Fundi slitið - kl. 18:55.