Umhverfis- og samgöngunefnd

158. fundur 24. nóvember 2022 kl. 16:39 - 18:31 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson, aðalmaður boðaði forföll og Hjördís Ýr Johnson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2208655 - Kársnes. Ábending íbúa varðandi hávaðamengun vegna þyrluflugs.

Erindi íbúa á Kársnesi varðandi hávaða frá umferð þyrlna og einkaþota um Reykjavíkurflugvöll með fluglínu yfir Kársnes. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Fulltrúar ISAVIA kynna niðurstöður hljóðvistarskýrslu fyrir Reykjavíkurflugvöll
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun úr fundargerð 8. fundar heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes 31. október 2022: "Heilbrigðisnefnd hvetur til að farið verði í raunmælingar með hávaða frá flugvellinum og að við endurskoðun á starfsleyfi fyrir flugvöllinn verði Isavia falið að koma upp mælum sem gefi sem marktæka og glögga mynd af hávaða þar sem ætla má að helst geti orðið ónæði vegna hávaða frá flugumferð. Enn fremur hvetur heilbrigðisnefnd til að að-og brottflugsleiðir verði aðlagaðar að því að takmarka ónæði frá loftförum eins og er."

Almenn erindi

2.2211281 - Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftlagsbreytinga

Frá Byggðastofnun dags. 2.11.2022. óskað eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Erindi vísað til umhverfis- og samgöngunefndar af stjórnsýslusviði 8. nóvember 2022
Umhverfis- og samgöngunefnd hefur áhuga á að Kópavogur taki þátt í verkefninu. Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Almenn erindi

3.2210389 - Áætlun um loftgæði á Íslandi 2022-2033

Frá Umhverfisstofnun, dags. 12.10.2022, lögð fram drög að áætlun um loftgæði 2022-2033. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum 20. október síðastliðinn.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2211270 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar. Erindi um bætta upplýsingaveitu til bæjarbúa við framkvæmdir

Erindi Indriða Inga Stefánssonar um bætta upplýsingaveitu til bæjarbúa við framkvæmdir.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.2211271 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar. Erindi um aðgengi gangandi og hjólandi við Elliðavatn

Erindi Indriða Inga Stefánssonar um aðgengi gangandi og hjólandi við Elliðavatn.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:31.