Umhverfis- og samgöngunefnd

161. fundur 21. febrúar 2023 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.22115327 - Útilistaverk í Kópavogi.

Erindi Bjarka Bragasonar um gerð útilistaverks í Kópavogi úr jarðvegi og efnum úr garði frumbyggja á Kársnesi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og umhverfissviði falið að finna hentuga staði þar sem hægt væri að koma verkinu fyrir. Lagðar fram tillögur að stöðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að útilistaverkinu verði komið fyrir á opnu svæði vestast á Kársnesi. Vísað til skipulagsráðs til afgreiðslu.

Almenn erindi

2.2109382 - Strætóvegur í Stjörnugróf - fyrirspurn Strætó bs

Fyrirspurn Strætó bs. um koma á fót vegtengingu einungis ætluðum Strætó, sem myndi tengja á milli Smiðjuvegar og Stjörnugrófar í tengslum við breytingar á heildarleiðaneti Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar Strætó og Eflu kynna tillöguna.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

3.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir og greinargerð dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023.
Þá lögð fram sameiginleg umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar ásamt samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu með vísan til samantektar og umsagnar Kópavogs og Mosfellsbæjar um málsmeðferð, athugasemdir og umsagnir dags. í febrúar 2023.

Indriði I. Stefánsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Almenn erindi

4.2112247 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

Kynning á stöðu innleiðingar á breytingum og samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Kynning og umræður
Leó Snær Pétursson vék af fundi kl. 17:30

Fundi slitið - kl. 18:30.