Umhverfis- og samgöngunefnd

162. fundur 21. mars 2023 kl. 16:30 - 18:38 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Auður D. Kristinsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf / Vatnsendahæð. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af fyrirhuguðum Arnarnesvegi til norðvesturs, íbúðarbyggð í Kórum til suðvesturs, fyrirhuguðu samfélagsþjónustusvæði (s-67) til suðurs, íbúðarbyggð í Hvörfum til austurs og athafnasvæði í Hvörfum til norðurs. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin ?tengibraut? á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Tillögunni fylgir m.a. umhverfisskýrsla sem unnin er sameiginlega fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.
Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í febrúar 2023.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara. Jóhanna Helgadóttir skipulagsfræðingur kynnir tillöguna. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv.1:2000 dags. 20. febrúar 2023 ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð dags. 20. febrúar 2023.
Lagt fram og kynnt.
Bókun: Við fögnum góðri tillögu um fallegt hverfi. Við leggjum hins vegar áherslu á að tryggja aðgengi fyrstu kaupenda og tekjulágra að hverfinu, með ákveðnu hlutfalli hagkvæmra íbúðakosta og íbúða sem skilgreindar væru fyrir húsnæðissamvinnufélög eða óhagnaðardrifin leigufélög. Einnig hvetjum við til að áhrif á umhverfið verði skoðað við val á byggingarefni fyrir hverfið.
Kristín Sævarsdóttir, Jane Appelton, Andrés Pétursson og Indriði Stefánsson.

Gestir

  • Jóhanna Helgadótir - mæting: 16:30

Fundi slitið - kl. 18:38.