Umhverfis- og samgöngunefnd

164. fundur 16. maí 2023 kl. 16:30 - 18:47 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.23051117 - Reglur fyrir garðlöndin

Lagðar fram drög að viðmiðunarreglum um rekstur garðlanda Kópavogs. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs kynnir.
Lagt fram og kynnt og lagt til að bætt verði við að brot á umræddum reglum sæti viðurlögum.

Almenn erindi

2.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Lögð fram drög af jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs og óskað eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar. Auður Kolbrá Birgisdóttir umsjónaraðili jafnréttis- og mannréttindaráðs kynnir.
Frestað

Almenn erindi

3.23051118 - Forgangs- og vaktlistaefnamælingar í Kópavogslæk

Lagðar fram niðurstöður mælinga á forgangs- og vaktlistaefnum í Kópavogslæk sem Umhverfisstofnun framkvæmdi frá 2019 til 2020. Marianne Jensdóttir Fjeld og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun kynna. Ríkharður F. Friðriksson frá Heilbrigðiseftirliti HEF verður einnig til staðar á fundinum.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að Kópavogsbær fylgi málinu eftir í samráði við viðeigandi aðila svo sem Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitum svæðanna og grípi til viðeigandi ráðstafana í framhaldi.

Almenn erindi

4.2112247 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu

Kynning á stöðu innleiðingar á breytingum á úrgangsflokkunarkerfi og samræming flokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

5.23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar. Í breytingunni felst endurskoðun á reiðleiðum og stígum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem kynntar eru samhliða.

Málið var lagt fyrir nefndina 18. apríl síðasliðinn þar sem óskað var eftir frekari gögnum varðandi umferðargreiningar og áhrif á umferð til og frá Vatnsendavegi ásamt þeim umhverfisáhrifum sem breytingar á nýtingu vegarins gætu haft í för með sér.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari umfjöllun um erindi skipulagsstjóra Garðabæjar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:47.