Umhverfis- og samgöngunefnd

167. fundur 19. september 2023 kl. 16:30 - 18:58 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá
Fundarhlé var tekið 16:39
Fundi áfram haldið 16:43
Kosning formanns nefndarinnar.
Bergur Þorri Benjamínsson og Indriði Ingi Stefánsson voru tilnefndir. Bergur Þorri er kjörinn með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Almenn erindi

1.2303502 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Staða samgöngusáttmála

Fyrirspurn nefndarfulltrúa um stöðu samgöngusáttmála og hvaða áform eru honum tengd hvað varðar Kópavog. Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs kynnir.
Umræður

Indriði Ingi Stefánsson bókar:
það er brýnt að Umhverfis- og samgöngunefnd fái að koma að endurskoðun sáttmálans til að geta rækt hlutverk sitt samkvæmt erindisbréf sem er meðal annars stefnumótun í almenningssamgöngum og geti þannig staðið vörð um hagsmuni bæjarbúa og annarra vegfarenda. Yfirlýsingar aðila sáttmála bæjarstjóra, þingmanna og meðal annarra formanns Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis gefi fullt tilefni til að hafa áhyggjur.

Kristín Sævarsdóttir, Leó Snær Pétursson og Jane Appleton tekur undir bókunina

Almenn erindi

2.2002459 - Útboð á rafhleðslustöðvum við stofnanir bæjarins.

Kynning á stöðu útboðs fyrir rafhleðslustöðvar við stofnanir bæjarins. Jakob Sindri Þórsson kynnir.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna, fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu og vekur sérstaka athygli á þeirri áherslu sem lögð er á aðgengi fyrir alla að hleðslustöðvum.

Almenn erindi

3.23061017 - Græni stígurinn - frumgreining til umsagnar

Á fundi bæjarráðs þann 15. júní 2023 var lagt fram erindi Jóns Kjartans Ágústssonar svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 10. júní 2023 f.h. svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um frumgreiningar á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.

Þá er lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 12. september 2023.

Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi kynnir.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2110216 - Borgarlínan í Kópavogi. Deiliskipulag lota 1

Greint frá stöðu vinnu við tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Borgarlínu í Kópavogi lotu 1, rammahluti. Fulltrúar frá skipulagsdeild kynna.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

5.23091730 - Borgarlínan í Kópavogi. Umhverfismat framkvæmda lota 1

Greint frá stöðu vinnu við umhverfismat framkvæmdar vegna Borgarlínu í Kópavogi lotu 1. Fulltrúar frá skipualgsdeild kynna.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

6.2003236 - Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti. Breytt aðalskipulag

Greint frá stöðu vinnu við tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Borgarlínu í Kópavogi lotu 1, rammahluti. Fulltrúar frá skipulagsdeild kynna.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

7.23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar

Kynning á hámarkshraðaáætlun fyrir Kópavog.
Frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

8.2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar

Lagðir fram fundartímar umhverfis- og samgöngunefndar veturinn 23/24
Samþykkt
Undirritaður gerir athugasemd við stjórnsýslu nefndarinnar og telur ótækt annars vegar að erindi nefndarfulltrúa bíði vikum og mánuðum saman þess að komast á dagskrá. Ennfremur er vafasamt að bæjarstjórn kjósi formann nefndarinnar líkt og gert var á fundum 1281 og 1282 þar sem heimild þess efnis er ekki að finna í bæjarmálasamþykkt eða erindisbréfi og mikilvægt að viðhafa góða stjórnsýslu.
Indriði Ingi Stefánsson.

Kristín Sævarsdóttir, Leó Snær Pétursson og Jane Appleton taka undir bókunina.

Fundi slitið - kl. 18:58.