Lögð fram að nýju tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000, skýringaruppdrætti og greinargerð dags. 20.02.2023, uppf. 1.11.2023, ásamt sameiginlegri umhverfismatsskýrslu, dags. 24.01.2023, uppf. 21.06.2023, fyrir tillögu að deiliskipulagi og tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið. Tillögurnar voru auglýstar samtímis.
Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 ha og liggur að mörkum fyrirhugaðs Arnarnesvegar, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun og þjónustu. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 500 íbúðum alls í sérbýli (einbýli, raðhús/parhús), klasabyggingum og fjölbýlishúsum á 2-3 hæðum auk kjallara.
Á fundi skipulagsráðs þann 20. febrúar var samþykkt að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 8. júní 2023. Á fundum skipulagsráðs þann 19. júní sl. og þann 3. júlí sl. voru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, málinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Alls bárust 10 ábendingar og umsagnir á kynningartíma við tillögu að nýju deiliskipulags og tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Vatnsendahvarf. Brugðist var við umsögn Minjastofnun Íslands með því að gera rannsókn á fornleifum og bætt var við skilmálum um að girða af MV-9 á framkvæmdatíma. Ennfremur var sameiginlegt umhverfismat tillagnanna uppfært eftir ábendingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerðar eru leiðréttingar/lagfæringar í deiliskipulagsgögnum sem lýst er í neðangr. umsögn skipulagsdeildar.
Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. nóvember 2023 ásamt fylgiskjölum.
Bergdís Bjarnadóttir arkitekt frá Nordic gerir grein fyrir erindinu.
Kristjana H. Kristjánsdóttir var gestur undir málinu.