Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 var nefndarmanni falið að leiða vinnuhóp við skipulagningu hjólaleiða í Kópavogi. Fyrstu niðurstöður voru lagðar fram á fundi 1. febrúar 2011 og málinu vísað til nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl lagði nefndin til að óskað yrði eftir tillögum frá hjólreiðasamtökum og íbúum varðandi hentuga stofnstíga fyrir hjólreiðar innan Kópavogsbæjar og tengingar við önnur sveitarfélög.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 12. september 2011 var lögð fram skýrsla um niðurstöður talninga á göngustígum í Kópavogi og spurningakönnunar. Einnig var lögð fram kostnaðaráætlun vegna ráðgjafar við gerð hjólreiðaáætlunar.
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Stefán L. Stefánsson kynnti stöðu mála og næstu skref. Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þeim breytingum sem verða á sorphirðu í maí 2012.
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir og Helgi Jóhannesson mættu til fundar.