Umhverfis- og samgöngunefnd

17. fundur 09. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 5. mars 2012 voru lögð fram drög að greinargerð Aðalskipulags Kópavogs 2012 - 2024 og Staðardagskrár 21. Fulltrúar frá Landmótun og skipulags- og byggingardeild Kópavogs kynntu vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kópavogs og Staðardagskrá 21.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól starfsmönnum umhverfissviðs að taka saman ábendingar nefndarmanna og koma þeim áfram til skipulagsnefndar.
Lagt fram á ný.

Textinn yfirfarinn og færðar inn athugasemdir og leiðréttingar í vinnuskjal.

2.1111502 - Verkefnaáætlun 2012- 2014, umhverfis- og samgöngunefnd

Frá fulltrúum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna: Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 var lögð fram verkefnaáætlun í umhverfis- og samgöngumálum 2012 - 2014. Málinu var frestað. Við leggum fram þá áætlun á ný og óskum eftir að hún sé tekin til umfjöllunar.

Málið kynnt og verður tekið upp síðar.

3.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Á fundi bæjarráðs 16. febrúar 2012 var samþykkt tillaga menningar- og þróunarráðs um stofnun starfshóps til að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu. Óskað er eftir fulltrúa frá umhverfis- og samgöngunefnd í starfshópinn og að starfsmaður umhverfissviðs verði ritari hópsins að höfðu samráði við sviðsstjóra.
Frestað.
Lagt fram á ný.

Umhverfis- og samgöngunefnd tilnefnir Margréti Björnsdóttur.

Önnur mál:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna spyrja um stefnu meirihlutans í umhverfis- og samgöngumálum. Málefnasamningur meirihlutans er mjög rýr hvað varðar málefnið. Þar eru einungis þrjú atriði hvað varðar umhverfis- og samgöngumál, þar af tvö atriði um tiltekt og umgengni og eitt um Arn

Fundi slitið - kl. 18:00.