Umhverfis- og samgöngunefnd

48. fundur 14. apríl 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Hannes Friðbjarnarson aðalmaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Erindi 1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarefni er samþykkt einróma á dagskrá fundarins.

Erindi 1404391 - Íbúi í Kórahverfi varðandi akstur á hæfæra vinnuvélum sem ná ekki hámarkshraða vegarins á Fífuhvammsvegi, Arnarnesvegi og Vatnsendavegi er samþykkt einróma á dagskrá fundarnis.

1.1402256 - Smiðjuhverfi, hagsmunasamtök

Lagt fram minnisblað vegna aðgerðaáætlunar í Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur - Skemmuvegur dags. 14.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðgerðaáætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

2.1401783 - Múlalind 3

Lagt fram erindi Arnar Gunnlaugssonar varðandi Múlalind 3 dags. 2.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði úrvinnslu málsins.

3.1404143 - Helgubraut - Vesturbær Kópavogs - Umferðahávaði

Lagt fram erindi íbúa við Helgubraut varðandi umferðahávaði í götunni dags. 2.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem reiknaður umferðahávaði á svæðinu er undir viðmiðunarmörkum sveitarfélagins.

4.1404265 - Kóravegur - Hraðatakmarkanir

Lagt fram erindi Björns Ásbjarnarsonar varðandi hraðatakmarkanir í Kóraveg dags 8.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur skólayfirvöld til að benda foreldrum á leiðarvalskönnun dags. 14.2.14 og yfirstandandi aðgerðir til að stuðla að öryggi skólabarna á leið til og frá skóla.

5.1404353 - Langabrekka - Austurbær - Umferðahraði

Lagt fram erindi frá Önnu Guðný Ólafsdóttur dags 11.4.2014.

Samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar er gert ráð fyrir tveimur hraðahindrunum í götunni. Ekki er gert ráð fyrir fleirum. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sent sé dreifibréf íbúum götunnar.

6.1404272 - Tillaga og ósk um stuðning frá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum

Lagt fram erindi Ólafs Páls Torfasonar, frkv.stj. Snark ehf, varðandi ósk um stuðning við gerð tónlistarmyndbands til þess að auka við umhverfisvitund ungs fólks á aldrinum 15-25 ára dags. 4.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til Menntasviðs til úrvinnslu.

7.1404196 - Sæbólsbraut - Vesturbær Kópavogs - Samgöngumál

Lagðar fram athugasemdir íbúa við Sæbólsbraut varðandi bílastæðamál í hverfinu dags. 4.4.2014.

Nú þegar hafa átt sér stað úrbætur varðandi fjölda bílastæða í götunni sbr. bílastæði austan við Sæbólsbraut 32a og vestan við Sæbólsbraut 44. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til frekari úrvinnslu umhverfissviðs.

8.1403172 - Álfhólsvegur / Túnbrekka. Umferðaröryggi.

Lögð fram tillaga varðandi hraðatakmarkanir á Álfhólsvegi við Túnbrekku.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að endurnýja hraðahindrun við móts Álfhólsvegar og Túnbrekku. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

9.1309339 - Minjaskrá Kópavogs 2014

Lögð fram minjaskrá Kópavogsbæjar 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir minjaskrá Kópavogsbæjar 2014 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1403648 - "Umbúðaþjóðfélagið"

Lögð fram minnisblað að breyttum umhverfisvenjum í Kópavogi dags. 27.3.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram í málinu og kanna viðhorf fyrirtækja varðandi innleiðingu á breyttum umhverfisvenjum í Kópavogi.

11.1404336 - Hreinsum upp Evrópu!

Lögð fram kynning á átakinu hreinsum upp Evrópu! dags. 11.4.2014.

Lagt fram og kynnt.

12.1404352 - Vallakór 1-3 og 10. Breytt deiliskipulag umferðar.

Kynninga á breyttu deiliskipulagi Vallakór 10 og Vallakór 1-3.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu.

13.1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarerindi

Lagt fram erindi frá Íslenska frisbígolfsambandinu varðandi uppsetningu á körfum dags. 14.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið til reynslu í samráði við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

14.1404391 - Akstur hægfara vinnuvéla

Lagt fram erindi íbúa í Kórahverfi varðandi akstur á hægfara vinnuvélum sem ekki ná hámarkshraða vegar dags. 14.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til varðandi akstur hægfara vinnuvéla sem ekki ná hámarkshraða vegarins á Fífhvammsvegi, Arnarnesvegi og Vatnsendavegi að takmörkun verðir sett á slíka umferð um þá vegi frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00.

1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarefni - Óskað eftir leyfi til að setja upp körfur á landi Kópavogsbæjar.
1111331 - Íslenska fribígolfsambandið - Kynningarerindi - Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið til reynslu í samráði við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Erindi 1404391 - Lögð fram athugasemd íbúa í Kórahverfi varðandi akstur á hæfæra vinnuvélum sem ná ekki hámarkshraða vegarins á Fífuhvammsvegi, Arnarnesvegi og Vatnsendavegi - Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til takmarkanir á umferð vinnuvéla sem ná ekki hámarkshraða vegar frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00 á Fífuhvammsvegi, Arnarnesvegi og Vatnsendavegi og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:30.