Umhverfis- og samgöngunefnd

6. fundur 22. ágúst 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1106017 - Bæjarráð - 2600

Fundargerð bæjarráðs 23. júní 2011:
1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011
Bæjarráð samþykkti tilnefningu um götu ársins og vísaði til bæjarstjórnar.
1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs
Bæjarráð samþykkti umhverfisstefnu Kópavogsbæjar og vísaði til bæjarstjórnar.
1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi
Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarumsögn frá sviðstjóra umhverfissviðs.

2.1106018 - Bæjarstjórn - 1040

Fundargerð bæjarstjórnar 28. júní 2011:
1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011
Bæjarstjórn samþykkti tillögu um götu ársins.
1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs
Bæjarstjórn samþykkti tillögu að umhverfisstefnu.

3.1107002 - Bæjarráð - 2602

Fundargerð bæjarráðs 7. júlí 2011:
1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi
Lagt fram.

4.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var umhverfissviði falið að annast undirbúning málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl voru kynntar viðurkenningar frá síðasta ári.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að vinna áfram að málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 voru lagðar fram tillögur að tilnefningum.
Málið rætt og umhverfissvið var falið að vinna áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. maí 2011 var málið lagt fram á ný.
Unnið verður áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 var lagður fram listi yfir viðurkenningarhafa ársins 2011.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilnefningarnar og vísaði tilnefningu um götu ársins til bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 28. júní 2011 var tilnefning um götu ársins samþykkt.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 22. ágúst var farið yfir fyrirkomulag afhendingarinnar.

Málið kynnt.

5.1108116 - Síðsumarsganga 2011

Síðsumargangan hefur verið árlegur viðburður hjá umhverfisráði Kópavogs og nú mun ný nefnd umhverfis- og samgöngumála halda verkefninu áfram. Á undanförnum árum hefur verið farið í göngur um útivistarsvæði í Kópavogi og grillað pylsur handa gestum á eftir.
Lögð var fram tillaga að síðsumarsgöngu ársins 2011.

Umhverfis- og samgöngunefnd ákveður að halda síðsumarsgöngu í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september. Gangan verður um trjásafnið og Yndisgarðinn. 

6.1106140 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011

Lagt er fram erindi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 3. júní 2011 þar sem kynnt er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að tileinka 16. september og afmælisdag Ómars Ragnarssonar, frétta og þáttagerðarmanns, íslenskri náttúru. Umhverfisráðuneytið hvetur sveitarfélögin að nýta þennan dag til að vekja athygli almennings á náttúrusvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að haldin verði fræðsluganga fyrir börn og fullorðna um trjásafnið og Yndisgarðinn í austurhluta Fossvogsdalsins og hún verði tengd síðsumarsgöngunni.

7.1106097 - Tjaldstæði í Kópavogi

Á fundi framkvæmdaráðs 21. júlí 2011 var sviðsstjóra umhverfissviðs falið að kanna möguleika á að byggja upp varanlegt tjaldsvæði í Kópavogi og skila mati á hugsanlegri staðsetningu, kostnaði og umhverfisáhrifum. Málið var lagt fyrir umhverfis- og samgöngunefnd til að meta tillögurnar út frá umhverfis- og náttúrulegu sjónarmiði.

Umhverfis- og samgöngunefnd telur Kópavogstúnið ekki koma til greina sem varanlegt tjaldsvæði t.d. vegna þess að svæðið er bæjarverndað og að fornminjar eru þar í jörðu. Þetta svæði ásamt svæði við Dalsmára koma hinsvegar til greina sem tímabundin tjaldsvæði vegna ákveðinna viðburða í bænum. Eigi að koma upp varanlegu tjaldsvæði þarf að vera samráð við ferðaþjónustuaðila, þörfin metin, hvaða staðir koma til greina og í hvers höndum umsjón svæðisins á að vera. Nefndin mun kalla til fulltrúa ferðaþjónustunnar og heyra þeirra álit.

8.1108139 - Evrópsk samgönguvika 2011

Evrópsk samgönguvika er haldin árlega 16- 22. september og er þema vikunnar árið 2011 "alternative mobility"
Lögð var fram tillaga að dagskrá vikunnar.

Samþykkt að vinna áfram að málinu.

9.1108257 - Grillaðstaða í Kópavogsdal

Á fundi framkvæmdaráðs 13. apríl 2011 var lagður fram listi yfir framkvæmdir garðyrkjustjóra fyrir sumarið 2011. Á fundinum var að auki samþykkt að sett yrði upp grillaðstaða í Kópavogsdalnum.
Lagðar voru fram tillögur að staðsetningu.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar framkominni tillögu um grillsvæði.

10.1108113 - Landvernd, leiðbeinendanámskeið

Lagt fram erindi frá Landvernd dags. 11. júlí 2011 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við leiðbeinendanámskeið Vistverndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar beiðninni, en óskar jafnframt eftir nákvæmari upplýsingum um hverju verkefnið hefur skilað og hvort íbúar úr Kópavogi hafi verið þátttakendur í verkefninu og hvort einhverjir frá Kópavogi ætli að taka þátt í því að þessu sinni.

11.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Málið lagt fram á ný og rætt um kynningu á stefnunni.

12.1104068 - Fróðleiksskilti 2011

Ákveðið hefur verið að fresta gerð skiltisins til næsta árs.

 

13.1108329 - Samstarfsverkefni um grænar "skrifstofur"

Kynnt var samstarfsverkefni UMÍS ehf. Environice og sveitarfélaganna Benesov og Benatky nad Jizerou í Tékklandi. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar fór til Tékklands vegna verkefnisins ásamt fulltrúum fimm annarra sveitarfélaga. Verkefnið er kostað af Þróunarsjóði EFTA og gengur út á gagnkvæmar heimsóknir með það að markmiði að starfsmenn sveitarfélaganna geti lært hver af öðrum. Dagana 10- 15 september kemur svo tuttugu manna hópur frá Tékklandi og gert er ráð fyrir að þau kynni sér umhverfismál í Kópavogi þann 13. september.
Önnur mál:
Umhverfis- og samgöngunefnd vill árétta mikilvægi þess að þau mál sem falla undir verksvið umhverfis- og samgöngunefndar sé vísað til nefndarinnar til álits og umsagnar áður en það fer í vinnslu hjá bænum.

Fundi slitið - kl. 19:00.