Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var umhverfissviði falið að annast undirbúning málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl voru kynntar viðurkenningar frá síðasta ári.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að vinna áfram að málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 voru lagðar fram tillögur að tilnefningum.
Málið rætt og umhverfissvið var falið að vinna áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. maí 2011 var málið lagt fram á ný.
Unnið verður áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 20. júní 2011 var lagður fram listi yfir viðurkenningarhafa ársins 2011.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilnefningarnar og vísaði tilnefningu um götu ársins til bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 28. júní 2011 var tilnefning um götu ársins samþykkt.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 22. ágúst var farið yfir fyrirkomulag afhendingarinnar.
Málið kynnt.