Umhverfis- og samgöngunefnd

22. fundur 18. júní 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1204283 - Umhverfisviðurkenningar 2012

Listi yfir tilnefningar lagður fram.

Málið rætt.

2.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Staða vinnu við gerð hávaðakorta kynnt.

 

3.1205586 - Frá aðalfundi Kvenfélagasambands Kópavogs 14.apríl 2012

Á fundi bæjarráðs 31. maí 2012 var erindi frá Kvenfélagasambandi Kópavogs dags. 29. maí 2012 vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til vinnslu hjá umhverfissviði.

4.1011346 - Digranesvegur. Götuhönnun

Lagðar fram tillögur að götuhönnun Digranesvegar.

Hönnun götunnar og nærliggjandi gatna vísað til umhverfissviðs og vinnu við umferðarskipulag.

5.1205630 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012

Lagt fram erindi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 30. maí 2012 þar sem vakin er athygli á degi íslenskrar náttúru þann 16. september n.k. Sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í að vekja athygli á deginum.

Samþykkt að árleg síðsumarsganga verði farin í fyrrihluta september sem hluta af degi íslenskrar náttúru.

6.1001036 - Samningar um atvinnuátak

Samningur um atvinnuátak árið 2012 milli Kópavogsbæjar, skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélags Kópavogs lagður fram.

Kynnt.

7.810518 - Samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

Lagður fram samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

 

Bókun frá fulltrúum Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingunni grænt framboð: Fulltrúarnir leggja til við bæjarráð að málinu verði frestað og leitað svara við eftirfarandi spurningum:

1. Rúmast samningurinn innan fjárhagsáætlunar 2012?

2. Hvað hefur Kópavogsbær lagt til Skógræktarfélagsins undanfarin ár og er félagið skuldlaust við bæjarfélagið?

3. Hvaða auknu verkefni (skv. lið 1 í samningi) er gert ráð fyrir því að Skógræktarfélag Kópavogs taki að sér vegna skógræktar í Kópavogi, þ.e. í hvaða verkefni verður styrknum varið? Ætti ekki að geta þeirra nánar í samningnum?

4. Hefur verið gerður samningur milli Skógræktarfélag Kópavogs og fræðsluyfirvalda í Kópavogi um fræðslustarf skv. lið 2 í samningnum?

5. Gert er ráð fyrir að Kópavogsbær leggi til vinnuflokka fyrir verkefni Skógræktarfélagsins? Hversu mörg stöðugildi er gert ráð fyrir að bærinn leggi til á hverju ári og í hve langan tíma?

6. Hvaða gjöld er verið að tala um skv. 3. lið í samningi?

7. Geta önnur félagasamtök í Kópavogi farið fram á sambærilega samninga svo sem greiðslu gjalda?

8. Hvert er fordæmisgildi þessa samnings gagnvart öðrum áhugamannafélögum í Kópavogi?

 

Fjármagn sveitarfélagsins er af skornum skammti og teljum við eðlilegt að jafnræðis sé gætt við úthlutun fjármagns sem þessa. Mikilvægt er að setja reglur um slíka samninga og aðkomu Kópavogsbæjar að rekstri og styrkveitingum til frjálsra félagasamtaka í bænum og samstarf við þau.

 

8.1205265 - Digranesbærinn- hestasteinn

Hestasteinninn frá Digranesbænum er kominn á varanlegan stað í anddyri Álfhólsskóla. Í byrjun júní afhenti Grétar Sigurðsson dóttursonur síðustu ábúenda í Digranesi Álfhólsskóla og Kópavogsbúum gamla hestasteininn að gjöf.
Önnur mál:
Fulltrúi Næst Besta Flokksins leggur fram eftirfarandi bókanir:

Bókun 1:
Óskar eftir því að gerðar verði breytingar á stoppistöð Strætó bs. við Menntaskólann í Kópavogi hið fyrsta. Helstu breytingar yrðu þær að snúa strætóskýli um 90°svo að op þess yrði í vestur, gera Digranesveg einbreiðan á stoppistöðinni og setja svokallaðan púða þar.

Bókun 2:
Á 370. Umferðarnefndar þann 21. september 2010, mál 1009171, var rætt um miðjumálun fremsta hluta götunnar og mælingar á umferðarhraða. Um leið voru ræddar þáverandi hraðahindranir í götunni.
Á 371. Umferðarnefndar þann 30. nóvember 2010, mál 0906276, var ákveðið að færa að færa hraðahindrun í Frostaþingi framar í götuna, að göngustíg sem þar er. Í umræðum á þeim fundi var einnig samþykkt, en sérstök bókun á því féll niður, að færa hraðahindranir í Fróðaþingi til samræmis, að gögnustíg.
Því miður, vegna þess að bókun féll niður, hefur ekki verið hreyft við vestari hraðahindrun í Fróðaþingi, sem hefði átt að færast austar í götuna.
Með þessari bókun vill undirritaður ítreka að þetta verði gert og að sú miðjumálun sem ákveðin var á 370. fundi verði framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 19:00.