Umhverfis- og samgöngunefnd

29. fundur 14. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Hólmfríður Þorsteinsdóttir starfsmaður nefndar
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Sólveig Helga Jóhannsdóttir hefur tekið við starfi Hólmfríðar Þorsteinsdóttur sem umhverfisfulltrúi.

1.1212259 - Hörðuvallaskóli og Kórahverfi, umhverfi.

Lagt fram erindi frá íbúa í Perlukór, dags. 11.desember 2012. Þar sem óskað er eftir umbótum varðandi umferðaröryggi, slysahættu og frágangi á leiksvæði.
Einnig er lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að svara erindinu.

2.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Á fundi bæjarráðs 22.nóvember 2012 var óskað eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd um drög að eigendastefnu fyrir Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drög að eigendastefnu Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar.

3.1204366 - Vatnaáætlun, vatnasvæðisnefnd

Lögð fram drög að Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands ásamt minnisblaði umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir athugasemdir umhverfissviðs við drög að stöðuskýrslu.

4.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga umhverfissviðs um gerð göngu- og hjólastígakorts, ásamt endurnýjun á skilti við Kópavogstún.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að verkfræðistofan Mannvit vinni að göngu- og hjólastígakorti fyrir Kópavogsbæ í samræmi við kort nágrannasveitarfélaga, einnig að sett verði upp nýtt upplýsingaskilti með göngu- og hjólastígakorti við Kópavogstún í tengslum við umhverfisviðurkenningar.

Jafnframt er umhverfissviði falið að kanna hvort hægt sé að koma þessum upplýsingum í gagnvirkt form, t.d. google maps.

5.1212244 - Sameiginleg stjórn Bláfjalla- og Reykjanessfólkvanga

Á fundi bæjarráðs 10. janúar 2013 var óskað eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu um sameiginlega stjórn Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangs.
Í bréfi frá SSH dags. 18. desember 2012, eru aðildarsveitarfélög að Bláfjallafólkvangi hvött til að kjósa sama fulltrúa í Reykjanesfólkvang og Bláfjallafólkvang. Næsta skref væri að sameina stjórnir fólkvanganna formlega.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu SSH um sameiginlegan fulltrúa í stjórnum Reykjanes- og Bláfjallafólkvangs og leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að kosinn verði nýr sameiginlegur fulltrúi í báðar nefndir.

6.1301108 - Ársskýrsla Umhverfis- og samgöngunefndar

Ársskýrsla umhverfis- og samgöngunefndar 2012 lögð fram. Skv. lögum nr.44/1999 um náttúruvernd ber náttúruverndarnefndum að skila inn ársskýrslu til Umhverfisstofnunar í lok hvers árs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir ársskýrslu um störf nefndarinnar fyrir árið 2012 og felur umhverfisfulltrúa að skila henni inn til Umhverfisstofnunar.

7.1102649 - Endurskoðun á núgildandi vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið

Lögð fram verklýsing frá SSH dags. í desember 2012 á endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Kynnt og rætt.

8.1204003 - Vatnsendakrikar. Nýting Kópavogsbæjar á grunnvatni

Lögð fram skýrsla frá Vatnaskil dags. 21. desember 2012.

Kynnt og rætt.

 

9.1301174 - Ferðamátakönnun grunnskóla Kópavogs, 2012

Lagðar fram niðurstöður ferðamátakönnunar sex og tólf ára barna í Kópavogi.

Lagðar eru fram niðurstöður úr ferðamátakönnun barna í 1. og 7. bekk í grunnskólum Kópavogs. Umhverfisfulltrúi kynnti niðurstöður.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að útfæra þessar kannanir nánar, til að tryggja samanburðarhæfi á milli ára.

10.1301182 - Hreinsun á lóðum og landi

Lagðar fram ábendingar um óþrifnað á lóðum og bæjarlandi.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því við byggingarfulltrúa að gámarnir við Skeljabrekku nr. 4 verði fjalægðir.

11.1212257 - Umhverfisstofnun, eftirlit með mengandi starfsemi.

Lagðar fram niðurstöður frá IMPEL (Samstarf stofnana í Evrópu um innleiðingu og eftirfylgni umhverfislöggjafar) varðandi eftirlit og starfsleyfisútgáfu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram.

12.1212236 - Gangandi vegfarendur, forgangur og öryggi á gönguþverunum.

Lögð fram skýrsla Mannvits unnin fyrir Vegagerðina, dags. desember 2012, um Forgang og öryggi gangandi vegfarenda á gönguþverunum.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að mikilvægt sé að sveitarfélögin vinni eftir sameiginlegri stefnu varðandi forgang og öryggi á gönguþverunum og hafi samræmi sín á milli.

13.809264 - Viðburðardagatal umhverfis- og samgöngunefndar

Lagt er fram viðburðardagatal umhverfis- og samgöngunefndar fyrir árið 2013.

Kynnt.

14.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Lagt fram bréf frá Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs dags. 6. desember 2012. Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að nýrri sauðfjárrétt.

Gylfi Sigurðsson frá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að Nýbýlavegur verði skoðaður sérstaklega með tilliti til umferðaröryggis.

Fundi slitið - kl. 19:00.