Umhverfis- og samgöngunefnd

69. fundur 29. september 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Umhverfis- og samgöngunefnd býður Ísól Fanney Ómarsdóttur velkomna til nefndarstarfa umhverfis- og samgöngunefndar og þakka jafnframt Jóni Kristni Snæhólm vel unnin störf í nefndinni og velfarnaðar í öðrum nefnarstörfum.

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Kynntir íbúafundir um heilsueflandi samfélag dags. 24.9.15
Lagt fram og kynnt

2.1312123 - Hverfisskipulag

Lagt fram minnisblað dags. 8.9.2015 um næstu skref hverfisáætlunar Smárans og framkvæmdaáætlun dags. 24.9.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun með fyrirvara um að hún rúmist innan framkvæmdaáætlunar umhverfisviðs og fjárhagsáætlunar hvers árs. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1404265 - Kóravegur - Hraðatakmarkanir

Lagt fram erindi Björns Ásbjörnssonar varðandi umferðaröryggi á Kóravegi dags. 21.8.2015.
Lögð fram tillaga að útfærslu frá umhverfissviði.
Umhverfis- og samgögnunefnd samþykkir að framkvæmt verði á umræddu svæði í samræmi við umferðaáætlun Kópavogsbæjar 2012 á framkvæmdaráætlun 2016 og fjárhagsáætlun fyrir framkvæmdaárið 2016.

4.1502348 - Hjólaslóðar í Kópavogi

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

5.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Greint frá stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því að fulltrúar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Orkuveitu Reykjavíkur mæti á fund nefndarinnar 20. 10.2015 og upplýsi nefndina um stöðu og framvindu Sulfix verkefnisins og áætlana um aðlögun að reglugerð 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem tók gildi 1.7.2014.

6.1502159 - Kópavogsdalur. Skipulag.

Lögð fram framkvæmdaáæltun fyrir Kópavogsdal og fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagða framkvæmdaráætlun og vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

7.1505244 - Evrópsk samgönguvika 2015

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

8.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Greint frá fyrirlestri Jarrett Walker um almenningssamgöngur.
Lagt fram og kynnt.

9.1408478 - Brú yfir Fífuhvammsveg - Lýsing

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

10.1502714 - Tillaga um að auka vistvæna þætti Glaðheimasvæðis.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.
Einar Baldursson færir til bókar:
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar Kópavogs að markvisst verði unnið að því, að draga úr losun gróðurhúsalofttegund, svo sem kostur er. Sett verði fram tímasett áætlun um með hvaða hætti staðið verði að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í umhverfisvæna orku.
Greinagerð
Íslensk stjórnvöld hafa á liðnum árum haft á stefnuskrá sinni að auka orkuskipti í samgöngum. Með aukinni tækniþróun er ljóst að orkuskiptin eru líklega skemmra undan en áður en talið. Má geta þess að stökkbreyting er að verða í bílasölu, þar sem rafbílar streyma til landsins. Talið er að rafbílar muni ryðja minni bensín og díselbílum út af íslenska markaðnum, sem gætu orðið óseljanlegir innan þriggja ára. Ísland á að vera leiðandi í umhverfisvernd og sjálfbærni og nota þá orku sem landið hefur upp á að bjóða í samgöngum. Kópavogsbær á ekki að láta sitt eftir liggja og taka forustu í þessu sviði og stíga stór skref á næsta ári s.s. að endurnýja bílaflota bæjarins með tiliti til orkuskipta.

Fundi slitið.