Umhverfis- og samgöngunefnd

19. fundur 07. maí 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Hrönn Guðmundsdóttir
  • Jón Ingi Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga að hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

2.1109076 - Stefna um hraðatakmarkandi aðgerðir í Kópavogi

Lögð er fram tillaga að stefnu um hraðatakmarkandi aðgerðir í Kópavogi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir stefnu um hraðatakmarkandi aðgerðir í Kópavogi og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

3.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Lögð fram á ný tillaga að umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir Umferðaröryggisáætlun Kópavogsbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

4.1204072 - Hjólað í vinnuna, 2012

Lögð fram erindi frá Íþrótta- og Ólympíuasambandi Íslands dags. 10. og 12. apríl um vinnustaðakeppnina Hjólað í vinnuna sem fer fram dagana 9.- 29. maí í tíunda sinn.

Kynnt.

5.1204009 - Kvartað yfir vanefndum varðandi frágang í efra Kórahverfi

Á fundi bæjarráðs 14. apríl 2012 var óskað eftir umsögn frá nefndinni vegna erindis frá íbúum í Akrakór dags. 1. apríl 2012. Óskað er eftir frágangi og hreinsun í hverfinu.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að umsögn til bæjarráðs.

6.1203293 - Samningar við Strætó um fyrirtækjakort. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Hafsteini Karlssyni og Hj

Á fundi bæjarráðs 18. apríl 2012 var gerð samgöngustefnu og ferðamátakönnunar vísað til úrvinnslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna samgöngustefnu og gera ferðamátakönnun meðal starfsmanna Kópavogsbæjar.

7.1105026 - Brúkum bekki

Lögð fram tillaga að gönguleiðum í kring um félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi og að vígslu leiðanna.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að gönguleiðum.

8.1109276 - Suðurlandsvegur - Kópasel. Ósk um að hliðra til vegstæði

Lagt fram erindi dags. 25. september 2011 þar sem óskað er eftir því að fá að færa vegstæði vegar að Waldorfskóla.


Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að beiðninni verði hafnað á grundvelli þess að umtalsvert rask verður við færslu vegarins og umferð um hann er lítil. Nefndin leggur þó til að leyfð verði lagfæring á vegi, honum lyft til að minnka snjósöfnum og beygjur víkkaðar.  

9.1204396 - Samstarf um skilti með Kópavogsbæ

Sögufélag Kópavogs óskar eftir samstarfi um viðhald og gerða söguskilta í Kópavogi.


Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna áfram að málinu og komi með tillögu að þjónustusamningi.

10.1205001 - Minnisblað - aukning í þjónustu á leiðum hjá Strætó bs. í ágúst 2012

Lagt fram erindi dags. 22. apríl 2012 frá Strætó bs. þar sem vakin er athygli á gerð vetraráætlunar.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir upplýsingum um hvort kostnaðarhlutdeild Kópavogsbæjar aukist við breytingu á leið 21 og þá hversu mikið. Um leið verði skoðað hvort leið 28 geti farið lengra inn í Gulaþing til þess að nýtast skólabörnum betur í og úr skóla.

11.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Lagðar fram fundargerðir vinnuhóps um uppbyggingu á Kópavogstúninu.

Kynnt.

12.1204283 - Umhverfisviðurkenningar 2012

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi. Kynntar eru viðurkenningar frá síðasta ári.

Kynnt.

13.1204256 - Fótboltagolfvöllur í Fagralundi

Lagt fram erindi frá íþróttaráði dags. 26. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd um fótboltagolfvöll í Fossvogsdal.

Umhverfis- og samgöngunefnd lítur jákvætt á málið fyrir sumarið 2012 og felur garðyrkjustjóra að koma með tillögu að lausn á næsta fund nefndarinnar.

14.1201283 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2012

Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 20. febrúar, 14. mars, 27. mars og 3. apríl 2012 eru lagðar fram.

Kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:00.