Umhverfis- og samgöngunefnd

44. fundur 20. janúar 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg
Dagskrá

1.1401589 - Fundargerðir samráðsfunda staðardagskrár 21 fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu

Lagt er fram minnisblað frá samráðsfundi staðardagskrár 21 fulltrúa höfuðborgarsvæðisins frá 13.1.2014.

Málið kynnt.

2.1312271 - Fundir umhverfis- og samgöngunefndar 2014.

Lögð er fram drög að fundaráætlun fyrir vormisseri 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykir fundaráætlun fyrir vormisseri 2014.

3.1401719 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003

Lögð fram landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Málið kynnt og umhverfissviði falið að vinna í málinu.

4.1401446 - Skýrsla Strætó.is um farþegartalningar - Haust 2013

Lagt fram erindi um farþegartalningar strætó.is haustið 2013.

Málið kynnt.

5.1211051 - Hraðamælingar. Niðurstöður.

Lagðar fram hraðamælingar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 2012 og 2013.

Málið kynnt.

6.1311174 - Umferðartalning 2013

Lögð er fram umferðatalning í Smáranum dags. 3.12.2013.

Málið kynnt.

7.1304430 - Nafnanefnd, strætóskýli og hringtorg

Nafnanefnd leggur fram hugmyndir af nöfnum hringtorga í Kópavogi.

Kynnt og unnið áfram í málinu.

8.1312091 - Bláfánaumsókn 2014

Lögð eru fram umsóknargögn fyrir Bláfanaumsókn 2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að endurnýja umsókn um Bláfána fyrir 2014, Ýmishöfn.

9.1311504 - Endurskoðun á bílakosti. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni dags. 28.11.2013.

Lögð fram tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni um endurskoðun á bílakosti.
Lögð fram samantekt á bílkosti torgsins og áhaldahússins.

Málið kynnt og felur umhverfssviði að vinna að málinu.

10.1106016 - Heibrigðiseftirlit Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis

Lögð fram niðurstaða samræmingarfundar SSH 27.11.2013.

Málið kynnt.

11.1401403 - Minningarskjöldur í Kópavogsdal

Lögð fram tillaga að gerð og uppsetningu lítils skjaldar neðan Digraneskirkju til minningar um systkinin frá Hvammkoti sem drukknuðu á þeim slóðum 1. mars 1874. Verkefnið er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

12.1312183 - Atvinnuátak Skógræktarfélags Kóp.2013

Lögð fram skýrsla um átvinnuátak á vegum Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar sumarið 2013.

Málið kynnt.

13.1312161 - Götuskilti - Hamraborg 14-38

Lagt er fram erindi Hamraborgarráðsins dags. 6.12.2013 og minnisblað.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykir framlagða tillögu umhverfissviðs. Málinu vísað til framkvæmdadeildar til úrvinnslu.

14.1312156 - Hlíðarhvammur - Bílastæði við íbúðargötu

Lagt fram erindi um Hlíðarhvamm dags. 8.12.2013 og minnisblað.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til byggingarfulltrúa.

15.1307245 - Skólagerði, bílastæði

Lögð eru fram erindi íbúa vegna dreifibréfs dags. nóvember 2013 og svör við þeim ásamt minnisblaði.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykir svarbréf við erindum.  

16.1401715 - Húsnúmerun í Smiðjuhverfi

Lagt fram erindi um húsnúmerun í Smiðjuhverfi.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna í málinu og boða málshefandi á fund.

17.1311211 - Umgengni á atvinnusvæði í Smiðjuhverfi.

Lagt fram erindi um umgengni á atvinnusvæði í Smiðjuvegi.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna í málinu og boða málshefjandi á fund.

18.1302707 - Söfnunargámar skilagjaldskyldra drykkjarumbúða.

Lagt fram erindi frá rekstrarstjóra Grænna skáta hjá Bandalagi íslenskra skáta.

Afgreiðslu frestað. 

19.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Farið yfir stöðu grenndargámastöðva í Kópavogi.
Lögð er fram auglýsing, samantekt um útfærslu á grenndargámastöðvum og minnisblað frá fundi 18.12.2013

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fækka pappírsgámum á grenndargámastöðvum og að auglýsing verði send á fyrirtæki í sveitarfélaginu.

Tekið fyrir erindi 1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Málið kynnt.

Tekið fyrir erindi 1401783 - Múlalind - Málið kynnt.

Margrét Júlía Rafnsdóttir bókar varðandi snjómokstur:
Töluverður hluti Kópavogsbúa vill geta nýtt sér stíga bæjarins til samgangna til að komast til og frá vinnu. Því ber að fagna

Fundi slitið - kl. 18:30.