Á 1274 fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd til að sett verði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á 2815 fundi bæjarráðs, Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Hreggviður Norðdahl mætti til fundar kl. 16:43