Umhverfis- og samgöngunefnd

75. fundur 19. apríl 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Á 1274 fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd til að sett verði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á 2815 fundi bæjarráðs, Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og skila tillögu að útfærslu og kostnaðaráætlun á hringtorgi á umræddum stað á næsta fundi nefndarinnar.
Hreggviður Norðdahl mætti til fundar kl. 16:43

2.1412561 - Hlíðarhjalli Dalvegur gatnamót, athugasemdir.

Á 1274 fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsnefnd til að sett verði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á 2815 fundi bæjarráðs, Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram frá umhverfis- og samgöngunefnd, erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi úrbætur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla dags. 29.2.2016. Skipulagsnefnd lagði til að sett yrði upp ljósastýring á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar umsögn skipulagsnefndar til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og skila tillögu að útfærslu og kostnaðaráætlun á hringtorgi á umræddum stað á næsta fundi nefndarinnar.

3.16031415 - Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg

Frá skipulagsstjóra lagt fram erindi varðandi aðkomu inn á Digranesveg frá bílastæði við Digraneskirkju.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs og skila tillögu að útfærslu til nefndarinnar.

4.15062358 - Samþykkt um hænsnahald í Kópavogi

Lögð fram drög að samþykkt að hænsnahaldi í Kópavogi í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um hænsnahald í Kópavogi. Öllum sem hafa hug á eða þegar eru með hænsn þurfa að sækja um í samræmi við nýja samþykkt. Erindinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1601346 - Ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2016

Frá gatnadeild lögð fram tillaga að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðum 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðum 2016. Erindi vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Umhverfisfulltrúi kynnir hjólahátið í Kópavogi 21. maí 2016 sem er samstarfsverkefni Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavog og Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Lagt fram og kynnt.

7.16031268 - Grænt bókhald 2015

Kynnt grænt bókhald Kópavogsbæjar 2015.
Lagt fram og kynnt.

8.1604382 - Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030

Umhverfisfulltrúi kynnir heimsmarkmiðin 17 og Agenda 2030.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að stofna til starfshóps og hefja vinnu við aðgerðaráætlun um verkefnið og leita samráðs við viðeigandi svið, deildir og hagsmunaaðila varðandi úrvinnslu verkefnisins.

9.1604483 - Aðgerðaráætlun varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegunda

Lögð fram tillaga þess efnis að Kópavogsbær taki þátt í verkefninu Compact of Mayors sem er alþjóðlegt átak borga og bæja til þess að halda losunabókhald, draga úr losun, framkvæma áhættumat og undirbúa sig undir afleiðingar loftslagsbreytinga. Compact of Mayors gerir kröfu um að losunarbókhald sé fært inn í samræmi við aðferðarfræðina "Global Protocol for Community-Scale Greenhouse Gas Emission Inventories" (GPC). GPC er alþjóðlega viðurkennt tól sem byggir á viðmiðum IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) um mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda. Losunarbókhald Íslands og annarra landa um allan heim er fært samkvæmt viðmiðum IPCC.
Þar að auki skuli sveitarfélagið senda inn skýrslu til Carbon Disclosure Project (CDP), sem eru alþjóðleg félagasamtök sem berjast gegn loftslagsbreytingum með því að aðstoða fyrirtæki, bæjarfélög og ríkisstjórnir við að minnka kolefnisspor sitt og framkvæma áhættumat vegna loftslagsbreytinga.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að hefja vinnu við innleiðingu á aðgerðaráætlun varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegduna með það að leiðarljósi að Kópavogsbær taki þátt í verkefninu Compact of Mayors og haldi losunarbókhald í samræmi við Global Protocol for Community-Scale Greenhouse Gas Emission Inventories (GPC) með það markmið að skila Carbon Disclosure Project (CDP) skýrslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

10.1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Lagt fram erindi frá Ólafi Þór Gunnarssyni varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisfótspor Kópavogsbæjar.
Í samræmi við innsent erindi hefur umhverfis- og samgöngunefnd samþykkt að lagt verði til að Kópavogsbær hefji vinnu við verkefnið Aðgerðaráætlun varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegunda með það að leiðarljósi að Kópavogsbær taki þátt í verkefninu Compact of Mayors og haldi losunarbókhald í samræmi við Global Protocol for Community-Scale Greenhouse Gas Emission Inventories (GPC) með það markmið að skila Carbon Disclosure Project (CDP) skýrslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

11.1510012 - Tillaga varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Einari Baldurssyni

Lagt fram erindi Einars Baldurssonar varðandi losun gróðarhúsalofttegunda.
Í samræmi við innsent erindi hefur umhverfis- og samgöngunefnd samþykkt að lagt verði til að Kópavogsbær hefji vinnu við verkefnið Aðgerðaráætlun varðandi loftlagsmál og losun gróðurhúsaloftlagstegunda með það að leiðarljósi að Kópavogsbær taki þátt í verkefninu Compact of Mayors og haldi losunarbókhald í samræmi við Global Protocol for Community-Scale Greenhouse Gas Emission Inventories (GPC) með það markmið að skila Carbon Disclosure Project (CDP) skýrslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
Karl Eðvaldsson vék af fundi kl. 17:13.

12.1503668 - Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2015

Lagðar fram fundargerðir 4. fundar dags. 7.4.2016 og 5. fundar dags. 12.4.2016 samstarfshóp sveitarfélaga Höfuðborgarsvæðisins um samræmdar merkingar á lykilleiðum hjólastíga.
Lagt fram og kynnt.

13.1604045 - Skapandi sumarstörf - Veggmyndir og útilistaverk

Lagt fram erindi Jóhönnu Ásgeirsdóttur varðandi veggmynd dags 8. mars 2016 ásamt minnisblaði dags. 3. apríl 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela umhverfisfulltrúa í samráði við viðeigandi aðila að vinna að framvindu málsins og kynna áfram fyrir nefndinni.

14.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um Loftgæðavötkun Dalsmára í Kópavogi árið 2015 ásamt erindi um ítrekun upplýsingar varðandi styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og minnisblaði dags. 6. apríl 2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd vekur athygli á styrk brennisteinsvetnis í loftgæðamælingum það sem af er árinu 2016 í Lækjarbotnum. Jafnframt lýsir nefndin áhyggjum sínum af að styrkur brennisteinsvetnis virðist hafa hækkað í stað þess að lækka í takt við niðurdælingu verkefnisins við Hellisheiðavirkjun. Svo virðist sem styrkur brennisteinsvetnis hafi ítrekað farið út yfir umhverfis- og tímamörk.

Fundi slitið.