Umhverfis- og samgöngunefnd

79. fundur 18. október 2016 kl. 16:30 - 19:20 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Svala Jónsdóttir mætti sem varamaður Hreggviðs Norðdahl áhreyrnarfulltrúa.

1.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Greint frá hjólreiðatalningum 2016.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillögur að þremur stafrænum talningum sumarið 2017.

2.1610342 - Arnarnesvegur - Umferðaröryggi

Lagt fram erindi frá Ísól Fanney Ómarsdóttur varðandi umferðarmál við Arnarnesveg.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

3.1408478 - Umhverfisverkefni

Lögð fram tillaga að lýsingarhönnun.
umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur að lýsingarverkefni.

4.1303358 - Loftgæði í Kópavogi, mælingar.

Greint frá stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.

5.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Lagt fram erindi varðandi Bláfjalla- og Reykjanesfólkvang.
Greint frá stöðu mála.

6.1312161 - Götuskilti - Hamraborg 14-38

Lagt fram erindi Sigurjóns Vilhjálmssonar varðandi götuskilti fyrir Hamraborg 14-38 dags. 16.9.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að vísa erindinu til úrvinnslu umhverfissviðs sem fyrst.

7.1409005 - Fyrirliggjandi verkefni - Umhverfis- og samgöngunefnd

Lögð fram tillaga að æfingarsvæði fyrir vegggraffíti og svæði fyrir veggmyndalistaverk dags. 12.10.2016.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur að vinnu við að finna æfingarsvæði og svæði fyrir graffítiverk, s.s. samstarf við skapandi sumarstörf, skóla og fyrirtæki um veggmyndir.

8.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðal- og deiliskipulagslýsing.

Lögð fram aðal- og deiliskipulagslýsing fyrir brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur.

9.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Staða málsins kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur.

10.1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni

Greint frá stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að fela umhverfissviði að beina tilmælum til fyrirtækja að stuðla að því að tryggja að sorp og rusl geti ekki fokið.

11.1609553 - Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 13. september 2016.

1609553F - Bæjarstjórn - 1141

Lögð fram til samþykktar drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi, sem samþykkt var í bæjarráði þann 14. júlí sl. Málið var tekið fyrir í heilbrigðisnefnd þann 29. ágúst sl. sem mælti með því við bæjarstjórn að samþykkja framkomin drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi og auglýsa samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi til seinni umræðu.
Lögð fram til samþykktar drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi, sem samþykkt var í bæjarráði þann 14. júlí sl. Málið var tekið fyrir í heilbrigðisnefnd þann 29. ágúst sl. sem mælti með því við bæjarstjórn að samþykkja framkomin drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi og auglýsa samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi til seinni umræðu.

12.1609075 - Evrópsk samgönguvika 2016

Greint frá ferðamátakönnun í fyrsta og sjöunda bekk grunnskóla Kópavogs 2016.
Greint frá stöðu mála.

13.1609863 - Umferðarmál við Vatnsendaskóla

Lagt fram erindi Lindu Jörundsdóttur varðandi umferðarmál við Vatnsendaskóla dags. 19.9.2016.
Yfirstandandi framkvæmdir við skóla hafa áhrif á núverandi framboð á bílastæðum og þegar þeim lýkur verður meira framboð bílastæða. Umhverfis- og samgöngunefnd benti á að bílastæðaþörf á viðburðum skólans er háð þeim bílastæðum sem eru í til staðar og val foreldra á að koma á bifreiðum til viðburða. Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur skólayfirvöld í Vatnsendaskóla að beina tilmælum til foreldra að koma fótgangandi til viðburða á vegum skólans sem er til þess fallin að auka umferðaröryggi með minni umferð á álagstímum.

14.1601347 - Tillaga að Fróðleiksskiltum 2016

Lögð fram tillaga að gerð fróðleiksskiltis.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu að breytingu á fróðleiksskiltum 2016.

15.1502714 - Tillaga um vistvæna þætti Glaðheimasvæðis.

Í samræmi við deiliskipulag Glaðheimasvæði er lögð fram tillaga að niðurgröfnum lausnum í meðhöndlun úrgangs og útfærslu og staðsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla.
Greint frá stöðu mála.

16.1605922 - Gangbraut við gatnamót Nýbýlavegar og Þverbrekku

Lagt fram erindi frá Sigurði M. Grétarssyni varðandi gangbraut við gatnamót Nýbýlavegar og Þverbrekku dags. 12.2.2016.
Frestað.

17.16051142 - Umferðaröryggi við Sæbólsbraut

Lagt fram erindi íbúa og undirskriftalisti dags 27.5.2016 varðandi umferðaröryggi við Sæbólsbraut.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti að setja upphækkaða gangbraut og hraðahindrun í stað þrengingar, 30 km hlið, samkvæmt umferðarskipulagi Kópavogsbæjar 2012.

18.1610273 - Umferðaröryggismál í Kórahverfi

Lögð fram tillaga að breytingum til að bæta umferðaröryggi á Vatnsenda við Rjúpnaveg og Vatnsendaveg.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar tillögur að breytingum á hringtorgum í Vatnsendahverfi.
Sigurður Grétarsson bókaði að hann ráðleggur að fjarlægðin stefnubreytingar á göngustíg við gatnamót þurfi að vera nægjanleg til að tryggja öryggi þeirra sem fara um stíginn.

19.1609943 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 27. september 2016.

1609943L - Bæjarstjórn - 1142

Lögð fram til samþykktar drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi, sem samþykkt var í bæjarráði þann 14. júlí sl. Málið var tekið fyrir í heilbrigðisnefnd þann 29. ágúst sl. sem mælti með því við bæjarstjórn að samþykkja framkomin drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi og auglýsa samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi til seinni umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi með 11 atkvæðum.
Lögð fram til samþykktar drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi, sem samþykkt var í bæjarráði þann 14. júlí sl. Málið var tekið fyrir í heilbrigðisnefnd þann 29. ágúst sl. sem mælti með því við bæjarstjórn að samþykkja framkomin drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi og auglýsa samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa samþykk
t um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi til seinni umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:20.