Umhverfis- og samgöngunefnd

49. fundur 19. maí 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Hannes Friðbjarnarson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg Umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Mál 1405418 - 1405419 - 14021104 voru samþykkt á dagskrá.
Hannes Heimir Friðbjörnsson mætti til fundar kl. 16:56.

1.1404400 - Austurkór - Rjúpnahæð - Umferðaröryggi

Lagt fram erindi Kristins Magnússonar og Selmu Blöndal Pálsdóttur varðandi ósk um hraðahindrun við Austurkór 79 til að hægja á umferð um götuna dags. 14.4.2014.Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið enda eru fyrirhugaðar hraðahindranir í götunni samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar 2012. Framkvæmd skal vera í samræmi við samþykktar útfærslur nefndarinnar á hraðahindrunum.

2.1404401 - Fífulind - Lindir - Umferðarmál

Lagt fram erindi Heiðu Steinunnar Ólafsdóttur varðandi ósk um hraðahindrun, þrengingu eða merktri gangbraut í Fífulindina til að auka umferðaöryggi og hægja á hraða ökutækja í Fífulind dags. 8.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið þar sem samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar 2012 er gert ráð fyrir merktri gangbraut í götunni.

3.1405183 - Borgarholtsbraut - Samgöngumál - Óskað eftir að fjarlægð verði hraðahindrun

Lagt fram erindi Sóleyjar Jakobsdóttur varðandi ósk um samgönguúrbætur dags 7.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu þar sem samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar 2012 er gert ráð fyrir endurnýjun á 30 km hliði og að hraðahindrun verði áfram á umræddum vegkafla.

4.1404468 - Furugrund - Ósk varðandi endurbætur á sviði samgöngumála

Lagt fram erindi Gunnars Páls Leifssonar varðandi ósk um endurbætur á sviði samgöngumála dags. 15.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið þar sem samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar 2012 er gert ráð fyrir endurnýjun á 30 km hliði á viðkomandi staðsetningu.

5.1404592 - Þinghólsbraut 55. Kvörtun vegna skólphreinsistöðvar.

Lagt fram erindi Gunnars Gylfasonar varðandi sorpstöð við Þinghólsbraut 55 og 53 dags. 29.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til að draga úr lykt frá skólpdælustöðinni og vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

6.1404633 - Umferðaljós á Nýbýlavegi

Lagt fram erindi Brynhildar Grímsdóttur varðandi umferðaljós á Nýbýlavegi dags 29.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu. Umrædd beygjuljós voru sett upp sökum tíðra umferðaróhappa.

7.1404643 - Ósk um leyfi fyrir vegvísun

Lagt fram erindi Helgu Ástvaldsdóttur fyrir hönd Anarkía sýningarsals varðandi ósk um leyfi fyrir vegvísun dags. 30.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins og felur umhverfisfulltrúa að ræða við viðkomandi varðandi mögulega útfærslu. Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á samræmdar merkingar fyrirtækja í Kópavogi.

8.1405301 - Girðing við Dalveg

Lagt fram erindi varðaandi girðingar við Dalveg dags. 14.5.2014.

Lagt fram og kynnt.

9.1405367 - Umferðaskipulag á Dalvegi

Lagt fram erindi frá Rafvörum ehf. varðandi umferðaskipulag á Dalvegi dags 15.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir vegmálun við Dalveg 16c og 18 og frágang gangbrautar að Dalveg 18 og 16c og vísað til bæjarráðs. Öðrum liðum erindisins er vísað til gerðar deiliskipulags.

10.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Lögð fram greinagerð frá Mannviti dags. 1.11.2013. varðandi settjörn við Fornhvarf í Kópavogi - Jarðgrunnsathugun.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu skipulagsnefndar.

11.1006091 - Sorptunnur við göngustíga

Lagt fram kostnaðarmat dags. 25.4.2014 fyrir endurnýjun sorpíláta við göngustíga sem vísað var til gerðar fjárhagsáætlunar 2013 í bæjarráði 12.6.2012.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða kostnaðaráætlun og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

12.1401791 - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Lagt fram svar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna umsóknar um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða dags. 22.4.2014.

Lagt fram og kynnt.

13.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014

Kynnt tillaga að nýrri lögreglusamþykkt Kópavogs 2014.

Lögð fram og kynnt.

14.1404272 - Tillaga og ósk um stuðning frá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum

Lagt fram erindi Ólafs Páls Torfasonar, Snark ehf. varðandi ósk um stuðning við að auka umhverfisvitund ungs fólks dags 30.4.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar málinu til Menntasviðs.

15.1404096 - Aðgerðir gegn heimilisofbeldi.

Kynnt aðgerðaráætlun Kópavogsbæjar gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum dags. 14.4.2014.

Lagt fram og kynnt.

16.1405393 - Frágangur á bílastæði og útisvæði við félagsheimili Skátafélagsins Kópa að Digranesvegi 79

Lagt fram erindi frá Skátafélaginu Kópum varðandi frágang á bílastæði og útisvæði dags 15.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir frágang á svæði vestan við skátaheimilið og vísar því til sviðstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu. Afgreiðslu frágangs á bílastæði er frestað.

Hreiðar Oddsson vék af fundi undir þessum liði.

17.1405418 - Nýbyggingar á horni Ögurhvarfs

Lagt fram erindi frá Valgerði Ólafsdóttur varðandi byggingar á horni Ögurhvarfs dags 16.5.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur byggingafulltrúa úrvinnslu málsins.

18.1405419 - Öryggisnefnd Kópavogsskóla

Lagt fram erindi öryggisfulltrúa Kópavogsskóla dags. 19.5.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sett verði upp gangbrautarskilti og yfirborðsmerking gangbrautar á mótum Hávegar og Skólatraðar og vísar málinu til úrvinnslu umhverfissviðs.

19.14021104 - Umhverfisviðurkenningar 2014

Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum 2014.

Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.