Umhverfis- og samgöngunefnd

45. fundur 17. febrúar 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun í bæjarráði 30.1.2014:
"Undirritaður ítrekar að tillaga um samgöngusamning við starfsmenn liggur óafgreidd í umhverfis- og samgöngunefnd og óskar eftir að nefndin afgreiði málið frá sér. Um er að ræða brýnt starfsmanna- og umhverfismál sem mikilvægt er að hrinda í framkvæmd."
Lögð er fram drög að samgöngusamningi við starfsmenn Kópavogsbæjar.
Málið var tekið fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd 23.9.2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar samgöngusamningi til bæjarráðs og gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

2.1402075 - Skýrsla um brennuhald áramótin 2013-2014

Lögð fram skýrsla um brennuhald áramótin 2013-2014.

Málið kynnt.

3.1401105 - Fundargerðir stj. Reykjanesfólkvangs 2013 og 2014

Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 2013 dags. 16.12.2013 og Reykjanesfólkvangs 2014 dags. 17.1.2014.

Málið kynnt.

4.1401667 - Kópavogsdagar - Tillaga að umhverfisviðburðum á Kópavogsdögum.

Lögð fram tillaga að viðburðum á Kópavogsdögum 2014.

Málið kynnt og umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram í málinu.

5.1402256 - Hagsmunasamtök Smiðjuhverfis - Smiðjuvegur, Skemmuvegur

Lögð fram stofnfundargerð og minnisblöð Bjarka Þóris Valberg og Sólveigar H. Jóhannsdóttur frá stofnfundi hagsmunasamtaka Smiðjuhverfis - Smiðjuvegur, Skemmuvegur dags. 5.2.2014.

Málið kynnt.

6.1304430 - Nafnanefnd, strætóskýli og hringtorg

Lögð fram að nýju tillaga að nöfnum hringtorga í Kópavogi frá nafnanefnd dags. 14.1.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1302707 - Söfnunargámar skilagjaldskyldra drykkjarumbúða

Lagt fram erindi Grænna skáta dags. 4.2.2014 varðandi söfnunargáma skilagjaldskyldra drykkjarumbúða. Málið var tekið fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd 20.1.2014.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar málinu vegna yfirstandandi vinnu á endurskipulagningu grenndargámastöðva í Kópavogi.

8.14011310 - Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2014 í samvinnu við bæjarbúa.

Lögð fram tillaga að hreinsunarátaki og vorhreinsun lóða í Kópavogi 2014.

Málið kynnt og umhverfisfulltrúa falið að undirbúa hreinsunarátak og vorhreinsun lóða.

9.1401719 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003

Lögð fram samantekt á Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Málið kynnt.

10.1401665 - Fróðleiksskilti - Tillaga að fróðleiksskiltum 2014 frá Friðriki Baldurssyni

Lögð fram tillaga að fróðleiksskiltum fyrir 2014 af Friðriki Baldurssyni, garðyrkjustjóra og Þórði St. Guðmundssyni, formanni Sögufélags Kópavogs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu og þakkar Friðriki Baldurssyni og Þórði St. Guðmundssyni fyrir kynninguna.

11.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar. Tillaga frá Margréti Björnsdóttur, Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ás

Lögð fram viðbragðsáætlun vegna mengunar í Kópavogi. Málið tekið á dagskrá vegna tillögu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um breytta forgangsröðun viðbragðsáætlunar dags. 7.1.2014.

Málið kynnt og umhverfissviði falið að gera viðeigandi breytingar.

12.1309435 - Erindi um umgengni og ástand Auðbrekku

Lagt fram erindi frá Hreint ehf varandi umgengni og ástand Auðbrekku 11.12.2013 og 17.1.2014.

Umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu.

13.1401783 - Múlalind

Lagt fram erindi frá Erni Guðmundssyni varðandi ökutæki í Múlalind dags. 19.1.2014 og 9.2.2014.

Umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu.

14.1402269 - Erindi vegna ökutækja við Austurkór

Lagt fram erindi frá Björgvini R. Sigurðssyni vegna athugasemda við ökutæki við Austurkór dags. 7.2.2014.

Umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu.

15.1402248 - Erindi vegna umferðamannvirkja og skipulags við Hörðuvallaskóla.

Lagt fram erindi frá Steinþóri P. Ólafssyni vegna umferðamannvirkja og skipulags við Hörðuvallaskóla dags. 6.2.2014.

Umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu.

16.14011074 - Erindi vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2015

Bæjarráð vísar erindi frá Strætó bs., dags. 23. janúar, óskað eftir tillögum varðandi úrbætur og breytingar á leiðakerfi til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu.

17.1312123 - Hverfisskipulag

Kynning á hverfaskipulagi Kópavogsbæjar.

Lagt fram og kynnt.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Sólveigu H. Jóhannsdóttur fyrir kynninguna.

18.1304003 - Fuglavöktun í Kópavogi

Lögð fram skýrsla um fuglalíf í Kópavogi 2013 af Jóhanni Óla Hilmarssyni og Ólafi Einarssyni.

Málið kynnt og umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Jóhanni Óla Hilmarssyni og Ólafi Einarssyni fyrir kynninguna.

Helgi Jóhannesson vék af fundi kl 18:37.

Fundi slitið - kl. 18:30.